Pítur með shawarma kjúklingabaunafyllingu og heimagerðri hvítlauksssósu

Pítur með shawarma kjúklingabaunafyllingu og heimagerðri hvítlauksssósu

Ég er reglulega með kjötlausan kvöldmat sem er nú ekkert fréttnæmt í sjálfu sér en ég veit hins vegar fátt betra en þegar hann er einfaldur og fljótlegur líka. Kjúklingabaunir í dós eru í miklu uppáhaldi vegna þess að þær bjóða upp á endalausa möguleika. Hvort sem það er hummus, pottréttir, fyllingar í vefjur og pítur, ristaðar ofan á salat eða sem snakk og jafnvel sem uppistaða í köku þá eru þær bara bestar.
Þessar pítur eru brjálæðislega einfaldar, bragðgóðar og fljótlegar. Shawarma krydd fæst í flestum verslunum en það er líka hægt að gera sína eigin blöndu ef vill. Svo er vissulega hægt að nota hvaða sósu sem er en þessi tiltekna hvítlaukssósa er í miklu uppáhaldi líka og á hana oft til í loftþéttu boxi í kælinum.

Read more

Grískt salat með basil tófúteningum

Grískt salat með basil tófúteningum

“Salat season is here”! Grískt salat er eitthvað sem flestir kannast við og er einstaklega sumarlegt. Hér fyrir neðan er uppskrift af marineruðum tófúteningum og hvernig ég nota þá í grískt salat. Í staðinn fyrir fetaost er ég að nota marinerað basil tófú sem gefur salatinu skemmtilega fyllingu, bragð og auka prótein. Fullkomið salat til að bera fram með grilluðu grænmeti í sumar eða með pastarétt… salatið er líka hægt að borða bara eitt og sér.

Það er svo auðvitað hægt að nota tófúteningana í annarskonar salöt eins og t.d. quinoa eða pastasalöt eða útí pastasósuna eða sem hluta af fyllingu inní vefju eða pítu. Ég vona að færslan og uppskriftin veiti ykkur innblástur til að prófa ykkur áfram með tófú í sumar.

Read more

Heimagerð lífræn möndlujógúrt

Heimagerð lífræn möndlujógúrt

Ég hef reynt að borða sem mest basískt síðustu mánuði og möndlur hafa verið í uppáhaldi þar sem þær eru basískar. Ég geri möndlumjólk í hverri viku og langaði að prófa að gera jógúrt úr henni. Fyrstu tilraunir gáfu rosalega lítið hlutfall af þykkri jógúrt og mun meira af þunnum vökva eftir gerjunina. Það þýddi því ekki að hræra það saman nema vera með eitthvað til að binda. Ég prófaði mig áfram með chia en það varð bara alls ekki eins og ég vildi hafa það. Fyrr í vor sat ég fyrirlestra hjá náttúrulækni frá Perú þar sem hann talaði meðal annars um ýmsar jurtir og nefndi þar *Tara gum sem er notað til þykkja ýmislegt…. það fyrsta sem ég hugsaði var Möndlujórtin!! Ég yrði að prófa að nota það til að þykkja hana og nýta hráefnið betur. Vá hvað þetta er magnað efni, 100% náttúrulegt og loksins varð jógúrtin eins og ég vildi hafa hana! Þetta er búið að vera skemmtilegt tilraunaverkefni og mun ég svo sannarlega gera þessa aftur og aftur og aftur. Vegan, basísk og lífræn jógúrt algjörlega án allra aukaefna.

Read more

Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremi

Möndlusúkkulaðikaka með heslihnetukremi

Þegar von er á gestum í kaffi með stuttum fyrirvara er gott að eiga uppskrift af góðri og fljótlegri köku. Þessi dásamlega góða súkkulaðikaka er aðeins blaut í sér og með dásamlega djúpu súkkulaðibragði. Kremið gæti síðan ekki verið fljótlegra en ‏það er einfaldlega n‎ýja súkkulaðismjör bionella frá Rapunzel sem ég smurði yfir botninn. Súkkulaðiheslihnetusmjörið er bæði lífrænt og vegan og hentar vel í bakstur eða einfaldlega sem krem á allt sem ykkur dettur í hug.

Read more

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Möndlukurl, salatkurl eða máltíðarkurl sem gefur máltíðinni þetta litla extra

Poppaðu upp salatið með möndlukurli.

Möndlukurl er akkurat það sem þarf til að poppa upp hvaða salat sem er. Já eða í raun hvaða máltíð sem er, það er nefninlega líka gott t.d. útá dahl, súpur eða aðra pottrétti. Ég á nánast alltaf svona í krukku uppí hyllu. Ég nota þetta sérstaklega mikið á salöt þessa dagana bæði til að upphefja brögðin úr salatinu þar sem það er salt í kurlinu, en einnig til að bæta við auka fitu og skemmtilegu crunchi. Þetta er einmitt frábær leið til að bæta við látlausum kaloríum eða ofurfæðu og gera salatið meira saðsamt og fjölbreytt af næringu.

Í kurlinu er ég með hampfræ sem gefa okkur prótein og omega 3 en það er einmitt hægt að leika sér með samsetningar og jafnvel nota söl eða beltisþara í stað saltsins sem inniheldur bæði góð sölt og joð. Einnig væri hægt að setja grænt duft eða krydd, þið skiljið mig, möguleikarnir eru endalausir ;).

Hér deili ég með ykkur mjög einfaldri útgáfu af þessum sannkallaða salat“poppara“. Þú getur notað hvaða hnetur sem er en ég kýs að velja lífrænar möndlur þessa dagana þar sem þær eru basískar. Ég geng svo einu skrefi lengra og „vek“ möndlurnar og graskersfræin áður en ég nota þær. Þá legg ég þær/þau í bleyti í 12 tíma og þurrka þær svo í þurkofni þangað til þær eru orðnar þurrar, einnig hægt að nota bakaraofn, stilla á 40 gráður og hafa í gangi í nokkra klukkutíma með smá rifu á hurðinni, t.d skella viskustykki á milli. Með því að vekja möndlurnar eykst næringarupptakan í líkamanum en þessu skrefi er að sjálfsögðu hægt að sleppa.

Read more

Lífrænt hrákex úr hörfræjum

Lífrænt hrákex úr hörfræjum

Síðustu vikur hef ég verið glúteinlaus og að prófa mig áfram með hráfæði og alltíeinu poppaði upp minning um hrákex með hörfræjum. Mig minnir að ég hafi smakkað svona kex í fyrsta sinn á gamla Gló veitingastaðnum þegar þau buðu alltaf uppá hráfæðirétt svo seinna fór mamma að spreyta sig á að gera svona kex…. þetta var mögulega áður en ég fékk áhuga á eldamennsku haha.

Jæja það var kominn tími á að endurskappa þessa minningu í eldhúsinu mínu. Ég nota þurkofn til að gera hrákexið en það er líka hægt að nota venjulegan bakaraofn. Ég var svo heppin að eignast þurkofn eftir að góð vinkona mín hún Audrey tók til í geymslunni og spurði mig hvort ég vildi eiga þurkofninn sem hún notaði aldrei. Hingað til hefur hann aðallega verið tekinn fram á sumrin til að gera grænkálssnakk en hann hefur komið sér einstaklega vel síðasta mánuðinn og er mögulega í stanslausri notkun. Þetta kex er eitt af því sem kemur úr þurrkofninum í hverri viku núna.

Read more

Lífrænir hafrabitar með eplum, kanil og bláberja kompott

Lífrænir hafrabitar með eplum, kanil og bláberja kompott

Okkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það má auka við eða draga úr sætumagni ef vill. Lífræna hlynsírópið frá Rapunzel er dásamlegt í bakstur og auðvitað alveg ljómandi gott með pönnukökum eða vöfflum. Það er einnig stórgott að setja nokkra dropa í kaffið en þessir bitar eru einmitt alveg sérlega góðir með rjúkandi heitum kaffibolla.

Read more

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur

Hollar kókoskúlur svo góðar að ég gerði bara engar aðrar í nokkur ár því mér fannst þessar fullkomnar. Þetta eru kókoskúlurnar sem fóru með mér á margar lyftingaæfingar. Kókoskúlurnar sem voru saklaust nesti til að byrja með en voru svo kókoskúlurnar sem lyftingafélagarnir og þjálfarar suðuðu mig um að koma með á æfingu. Eddie Berglund sem er heimsmethafi í bekkpressu í sínum þyngdarflokki gefur kúlunum toppeinkunn. Svo innilega skemmtilegar minningar sem koma upp í tengslum við þessar bestu kókoskúlur og fær mig til að sakna elsku svíþjóðar. Þessar eru ekki bara fyrir lyftingafólk heldur líka fullkomnar sem krakkanammi.

Þegar ég er að gera svona hollustu nammi þá finnst mér algjört must að velja hráefnin vel og velja lífrænar vörur. Í uppskriftina nota ég lífrænar möndlur, kakó, kókosolíu og kókos frá Rapunzel en það er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að nálgast lífrænar þurrvörur. Þú finnur Rapunzel vörurnar m.a. í Fjarðarkaup og Nettó.

Read more

Dúnmjúk súkkulaðikaka með súkkulaðiganache & kókos

Dúnmjúk súkkulaðikaka með súkkulaðiganache & kókos

Þessi uppskrift er svo ótrúlega einföld og þægileg að það jaðrar við töfra. Því útkoman er ein sú allra besta. Ég nota hér einungis lífræn hráefni en kakan er svo einnig vegan. Það er mjög líklega ástæðan fyrir því hversu góð hún er. Gæða hráefni og útkoman getur hreint ekki klikkað. Þessi kaka hefur algerlega slegið í gegn í afmælum á mínu heimili. Í fjölskyldunni minni eru börn með ólík ofnæmi, s.s mjólkurofnæmi og eggjaofnæmi. Þessi tikkar í þau box að vera laus við hvorutveggja og hentar því vel þeim sem eru með ofnæmi eða vegan.

Leynihráefnið er lífræni matreiðslurjóminn frá Oatly en hann gerir hana alveg einstaklega mjúka og góða. Ég nota hér það allra besta vegan ganache sem til er en það er alveg hægt að gera góðan súkkulaðiglassúr eða vegan smjörkrem.

Read more