Uppskriftaflokkur: Lífrænt

Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu

Hún er vegan og lífræn og hentar vel þeim sem eru með einhvers konar óþol. Ég mauka hana með töfrasprota en það er óþarfi ef hann er ekki til á heimilinu.

Súkkulaði & möndlu orkukúlur

Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku.

Dásamlegir dökkir súkkulaði íspinnar

Það skemmtilega vill svo til að þeir eru lífrænir og vegan og henta því einnig sérlega vel þeim sem hafa mjólkur- og eggjaofnæmi.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.

Enskar rúsínuskonsur & lemon curd

Bragðgóðar skonsur, skemmtileg tilbreyting með kaffinu.

Lífrænt appelsínu- og súkkulaði granóla

Algjört nammi! Appelsínu- og súkkulaði granóla.

Hjónabandssæla með döðlumauki

Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni. Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.

Hnetubitar með kókos og möndlusmjöri

Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði.

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.

Rapunzel bláberja súkkulaði tart

Lífræn súkkulaði kaka á múslí botni með ferskum bláberjum.

Sykurlaust súkkulaði heslihnetusmjör

Dásamlegt sem álegg á brauð, í eftirrétti eða til að dýfa jarðaberjum ofan í.

Lífrænir klattar með bláberjum og múslí

Súper einfalt og bragðgott nasl

Avókadó með kínóa fyllingu

Bragðgóður og fallegur forréttur.

Lífrænir kókos súkkulaðibitar

Unaðslegir kókosbitar með kaffinu.

Cantuccini möndlukex

Ítalskt möndlukex til að dýfa í bolla af Espresso eða Latte Macchiato. Buon appetito!

Paprikusúpa með kasjú og chili

Bragðgóð, holl og kraftmikil súpa.

Rapunzel frækex

Lífrænt og hollt frækex.

Spagettíréttur með tómötum, basil og hvítlauk

Einfalt, girnilegt og bragðgott!

Sumarlegur pastaréttur með ólífum og sítrónuolíu

Léttur og sumarlegur pastaréttur fyrir alla fjölskylduna

Lífrænt nammi með döðlum og appelsínusúkkulaði

Lífrænt og ljúffengt nammi með döðlum og appelsínusúkkulaði.

Lífrænir döðlubitar

Virkilega hollir orkubitar.

Næringaríkt ofurboozt

Frábært boozt fyrir góða orku sem endist allan daginn.

Grænmetissmoothie með bláberjum

Frábær grænmetisdrykkur sem er stútfullur af góðri næringu.

Pina Colada smoothie í grænni útgáfu

Þennan er hægt að fá sér með góðri samvisku til að byrja daginn vel.

Smoothie með mangó og kókosmjólk

Dásamlega svalandi og ferskur drykkur.

Kókos og döðlu Riz à l’amande

Möndlugrautur með kókosflögum, döðlum og vanillu frá Rapunzel.