Allt í einum potti pastaréttur

  ,

nóvember 9, 2020

Rjómakenndur pastaréttur sem eldast í einum potti. Svo einfalt og minna uppvask!

Hráefni

3 msk olíu til steikingar

1/2 geiralausan hvítlauk (kúluhvítlauk)

1 gulan lauk

250 gr sveppi

250 gr kokteil tómata

1,5 msk grænmetiskraftur frá OSCAR

4 msk tómatpúrra frá Hunts

500 gr pastaskrúfur frá De Cecco

500 ml soðið vatn

500 ml Oatly hafrarjómi

1 tsk oregano

1 tsk timjan

1 tsk þurrkuð basilika

1,5 tsk salt

200 gr spínatkál

Leiðbeiningar

1Saxið hvítlauk, lauk, sveppi og tómata smátt og steikið í olíunni í nokkrar mínútur.

2Bætið svo öllu hinu útí pottinn fyrir utan spínatkálið.

3Leyfið réttinum að malla í 10- 15 mínútur eða þar til pastað er orðið mjúkt.

4Rétturinn eldar sig nánast sjálfur en ágætt er þó að hræra í pottinum af og til svo pastað eldist jafnt og ekkert festist í botninum.

5Þegar pastað er orðið mjúkt má taka pottinn af hellunni og hræra spínatkálinu samanvið.

6Berið gjarnan fram með vegan hvítlauksbrauði.

Uppskrift frá Hildi Ómars

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Kjúklingur í rjómaostasósu með sveppum & estragon

Ljúffengur helgarmatur sem er fullkominn með góðu rauðvíni. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa réttinn og ég mæli með að þið prófið!

Tagliatelline með sveppum & kjúkling

Einföld og bragðgóð uppskrift, svona pasta réttur sem öllum finnst góður burt séð frá aldri. Ég hvet ykkur til að prófa.