Ofnbökuð Tikka Masala ýsa með rauðlauk og tómötum

Ofnbökuð Tikka Masala ýsa með rauðlauk og tómötum

Erum við ekki alltaf að reyna að finna eitthvað í kvöldmatinn sem er bæði einfalt og fljótlegt. Þessi fiskréttur er nefnilega hvorutveggja og alveg hrikalega góður. Það tekur enga stund að skella saman hráefnunum og svo eldar þetta sig eiginlega sjálft. Tilbúnu sósurnar frá Patak‘s eru auðvitað algjör snilld þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í eldamennskunni svo ég tali nú ekki um að hafa naan brauðið með.

Það er auðvitað klassískt að hafa kjúkling með Tikka Masala en að hafa fisk eða grænmeti er ekkert síðra og er létt og gott í maga.

Read more

Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríander dressingu

Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríander dressingu

Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir stærri hóp. Tandoori marineringin frá Patak‘s leikur hér stórt hlutverk enda dásamleg þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í indverskri eldamennsku.

Read more

Bragðmiklar og einfaldar Madras Naan snittur

Bragðmiklar og einfaldar Madras Naan snittur

Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!

Read more