Létt og ljúffeng vegan mexíkó súpa sem er tilvalin fyrir alla hvort sem er á köldum vetrardegi eða heitum sumardegi.

Létt og ljúffeng vegan mexíkó súpa sem er tilvalin fyrir alla hvort sem er á köldum vetrardegi eða heitum sumardegi.
Fyrirhafnalitlar vegan croissant bollur með sykurlausum glasssúr, Oatly þeytirjóma og jarðaberjum.
Ég elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu „ostaköku“ blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og bragðgóður desert. Það er hægt að útbúa desertinn með góðum fyrirvara og geyma í kæli. Þá er skreytt með jarðarberjum bara rétt áður en eftirrétturinn er borinn fram.
Algjörlega týpískur þriðjudagsmatur sem slær í gegn hjá öllum á heimilinu! Einnig er tilvalið að bera réttinn fram sem meðlæti með öðrum réttum.
Lasagna er einmitt svona matur sem gott er að útbúa á kaldasta tíma ársins. Frábært að eiga tilbúið lasagna í frysti og hita upp eftir þörfum og það er hægt að nota hvað sem er í fyllinguna, fer bara eftir ísskápa status hverju sinni. Grunnurinn er yfirleitt svipaður en svo skipti ég út grænmeti og kryddum eftir behag. Mér finnst algjörlega ómissandi að setja pestó frá Rapunzel í lasagna og yfirleitt set ég bæði grænt og rautt. Ég laumaði hérna nokkrum sólþurrkuðum tómötum og það var alveg geggjað. Ég gerði einnig vegan bechamel sósu og notaði hana ofan á lasagnað, börnin mín vilja helst ekki bakaðan ost svo ég sleppti honum bara. Það væri auðvitað mjög snjallt að setja einhvern góðan vegan rifinn ost ofan á, eða toppa með næringargeri t.d.
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað saman í fatinu.
Fljótlegir og gómsætir granóla bitar sem innihalda aðeins fjögur hráefni.
Einfaldur kjúklingabaunaréttur úr smiðju Hildar Ómars. „Mögulega sá einfaldasti. Ef veganúar er ekki rétti tíminn til að elda úr baunum þá veit ég ekki hvað.“ segir Hildur
Ostakúla sem er fullkomin á ostabakkann yfir hátíðirnar og tilvalin til að sjarma alla „non-vegans“ uppúr skónum.