fbpx

Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp

Ostakúla sem er fullkomin á ostabakkann yfir hátíðirnar og tilvalin til að sjarma alla "non-vegans" uppúr skónum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 öskjur Oatly smurostur
 3 msk næringarger
 2 msk lyktar- og bragðlaus kókosolía
 1 tsk hvítlauksduft
 2 tsk laukduft
 1 tsk papríku duft
 0,25 tsk salt
Toppað með
 1 dl ferskur graslaukur smátt saxaður
 0,75 dl ferskt dill smátt saxað

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að bræða bragðlausu kókosolíuna. Hrærið svo saman smurostinum við kryddin og bræddu olíuna.

2

Takið fram plastfilmu og komið ostahrærunni fyrir á miðja filmuna og vefjið svo filmunni utan um ostinn og mótið kúlu. Komið ostinum svo fyrir í ísskáp og látið kólna í amk 30 mínútúr. Þegar kókosolían kólnar stífnar hún og gerir það að verkum að osturinn verði þéttari í sér.

3

Takið svo kúluna úr ísskápnum og veltið uppúr smátt saxaðri dill og graslauksblöndunni svo jurtirnar þekji kúluna.

4

Berið fram á ostabakka með kexi, berjum og öðru gúmmelaði.

5

Gott að bera fram með Ritz eða TUC kexi.


Uppskrift eftir Hildi Ómars.

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 öskjur Oatly smurostur
 3 msk næringarger
 2 msk lyktar- og bragðlaus kókosolía
 1 tsk hvítlauksduft
 2 tsk laukduft
 1 tsk papríku duft
 0,25 tsk salt
Toppað með
 1 dl ferskur graslaukur smátt saxaður
 0,75 dl ferskt dill smátt saxað

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að bræða bragðlausu kókosolíuna. Hrærið svo saman smurostinum við kryddin og bræddu olíuna.

2

Takið fram plastfilmu og komið ostahrærunni fyrir á miðja filmuna og vefjið svo filmunni utan um ostinn og mótið kúlu. Komið ostinum svo fyrir í ísskáp og látið kólna í amk 30 mínútúr. Þegar kókosolían kólnar stífnar hún og gerir það að verkum að osturinn verði þéttari í sér.

3

Takið svo kúluna úr ísskápnum og veltið uppúr smátt saxaðri dill og graslauksblöndunni svo jurtirnar þekji kúluna.

4

Berið fram á ostabakka með kexi, berjum og öðru gúmmelaði.

5

Gott að bera fram með Ritz eða TUC kexi.

Krydduð vegan ostakúla með dillhjúp

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
RjómaostadraumurÞað eru alltaf einhver ný „trend“ í matarbloggheiminum og þetta er klárlega nýjasta nýtt! Ég hef gert ýmsar ídýfur með…