fbpx

Salat með stökku andalæri og volgri beikon vinagrette

Andalæri er frábær og fljótlegur matur, einfaldur, hollur og ó svo góður. Þetta salat er æðislegt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 dósir (4 andalæri) Confit de Canard frá Valette
 sjávarsalt
 svartur pipar
 rósmarín
 2 pokar salatblanda
 1 sæt kartafla
 1 granatepli
Beikon vinagrette
 2 msk ólífuolía
 2 skarlottulaukar, saxaðir smátt
 1 hvítlauksrif, pressað
 150 g beikon, skorið smátt
 2 msk púðursykur
 2 msk balsamik edik frá Filippo Berio
 1 tsk dijon sinnep
 60 ml ólífuolía
 1 tsk hrísgrjónaedik frá Blue Dragon

Leiðbeiningar

1

Takið andalærin úr dósunum og setjið í ofnfast mót með skorpuna upp. Kryddið með sjávarsalti, svörtum pipar og rósmarín. Látið í 180°c heitan ofn í um klukkustund. Aukið hitann undir lok eldunartímans svo skorpan verði stökk.

2

Skerið sætu kartöfluna í litla bita. Hitið olíu á pönnu og steikið sætu kartöfluna þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast. Saltið og piprið.

3

Setjið salatið í skál. Látið fræin úr granateplinu þar yfir og þá sætu kartöflurnar.

4

Rífið andalærin niður og setjið yfir allt. Blandið vel saman.

5

Setjið á disk og berið fram með volgri beikon vinagrette.

Beikon vinagrette
6

Hitið olíu á pönnu og bætið skarlottulauk og hvítlauk þar í. Steikið í 2-3 mínútur en varist að laukurinn brenni.

7

Bætið svo beikonbitunum saman við og hrærið stöðugt þar til beikonið er orðið stökkt.

8

Blandið púðursykrinum saman við og takið af hitanum. Bætið þá balsamik ediki og dijon sinnepi.

9

Að lokum setjið ólífuolíu og hrísgrjónaedik saman við allt.

10

Látið aftur yfir hitann og hitið í eina mínútu til viðbótar.

11

Haldið dressingunni volgri.


Uppskrift frá GRGS.

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 dósir (4 andalæri) Confit de Canard frá Valette
 sjávarsalt
 svartur pipar
 rósmarín
 2 pokar salatblanda
 1 sæt kartafla
 1 granatepli
Beikon vinagrette
 2 msk ólífuolía
 2 skarlottulaukar, saxaðir smátt
 1 hvítlauksrif, pressað
 150 g beikon, skorið smátt
 2 msk púðursykur
 2 msk balsamik edik frá Filippo Berio
 1 tsk dijon sinnep
 60 ml ólífuolía
 1 tsk hrísgrjónaedik frá Blue Dragon

Leiðbeiningar

1

Takið andalærin úr dósunum og setjið í ofnfast mót með skorpuna upp. Kryddið með sjávarsalti, svörtum pipar og rósmarín. Látið í 180°c heitan ofn í um klukkustund. Aukið hitann undir lok eldunartímans svo skorpan verði stökk.

2

Skerið sætu kartöfluna í litla bita. Hitið olíu á pönnu og steikið sætu kartöfluna þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast. Saltið og piprið.

3

Setjið salatið í skál. Látið fræin úr granateplinu þar yfir og þá sætu kartöflurnar.

4

Rífið andalærin niður og setjið yfir allt. Blandið vel saman.

5

Setjið á disk og berið fram með volgri beikon vinagrette.

Beikon vinagrette
6

Hitið olíu á pönnu og bætið skarlottulauk og hvítlauk þar í. Steikið í 2-3 mínútur en varist að laukurinn brenni.

7

Bætið svo beikonbitunum saman við og hrærið stöðugt þar til beikonið er orðið stökkt.

8

Blandið púðursykrinum saman við og takið af hitanum. Bætið þá balsamik ediki og dijon sinnepi.

9

Að lokum setjið ólífuolíu og hrísgrjónaedik saman við allt.

10

Látið aftur yfir hitann og hitið í eina mínútu til viðbótar.

11

Haldið dressingunni volgri.

Salat með stökku andalæri og volgri beikon vinagrette

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Crunch WrapHér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.
MYNDBAND
SteikartacoGrillað nautakjöt í tacos með havartí osti, lauk, salati, tómötum og léttri kóríander- og graslaukssósu er algjört nammi!