Kjúklingur í rjómaostasósu með sveppum & estragon

  ,   

febrúar 26, 2021

Ljúffengur helgarmatur sem er fullkominn með góðu rauðvíni. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa réttinn og ég mæli með að þið prófið!

  • Fyrir: 3-4

Hráefni

600 g úrbeinuð kjúklingalæri

1-2 msk smjör til steikingar

1 lítill laukur, smátt skorinn

8-10 sveppir, skornir í sneiðar

2 dl rjómi

½ pakkning Philadelphia rjómaostur

1 msk dijon sinnep

3-4 tsk estragon

1 tsk kjúklingakraftur frá Oscar

Salt og pipar eftir smekk

Tagliatelline frá De Cecco

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að steikja kjúklinginn upp úr smjöri og kryddið með salti og pipar. Steikið þangað til að hann er eldaður í gegn og takið til hliðar.

2Steikið lauk og sveppi upp úr smjöri á sömu pönnu.

3Bætið út í rjóma, rjómaosti, dijon sinnepi, estragoni, kjúklingakrafti, salti og pipar. Hrærið saman og látið malla í smá stund. Mæli með að smakka sósuna til.

4Sjóðið tagliatelline eftir leiðbeiningum á pakkningu.

5Blandið kjúklingnum saman við sósuna, berið fram með tagliatelline og njótið!

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Léttur kjúklingaréttur í kryddaðri gulrótarsósu

Gulrótarsósan er bragðmikil og þétt í sér og hjúpar kjúklingin svo fallega og gefur réttinum afar ljúffenga áferð.

Stökkur kjúklinga snitzel með sinnepskurli

Einfaldur og bragðgóður kjúklingasnitzel

Súper nachos með kalkúnahakki

Helgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt! Súper nachos með kalkúnahakki, svörtum baunum, ostasósu, salsasósu, avókadó og vorlauk