Ljúffengur helgarmatur sem er fullkominn með góðu rauðvíni. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa réttinn og ég mæli með að þið prófið!

Uppskrift
Hráefni
600 g úrbeinuð kjúklingalæri
1-2 msk smjör til steikingar
1 lítill laukur, smátt skorinn
8-10 sveppir, skornir í sneiðar
2 dl rjómi
½ pakkning Philadelphia rjómaostur
1 msk dijon sinnep
3-4 tsk estragon
1 tsk kjúklingakraftur frá Oscar
Salt og pipar eftir smekk
Tagliatelline frá De Cecco
Leiðbeiningar
1
Byrjið á því að steikja kjúklinginn upp úr smjöri og kryddið með salti og pipar. Steikið þangað til að hann er eldaður í gegn og takið til hliðar.
2
Steikið lauk og sveppi upp úr smjöri á sömu pönnu.
3
Bætið út í rjóma, rjómaosti, dijon sinnepi, estragoni, kjúklingakrafti, salti og pipar. Hrærið saman og látið malla í smá stund. Mæli með að smakka sósuna til.
4
Sjóðið tagliatelline eftir leiðbeiningum á pakkningu.
5
Blandið kjúklingnum saman við sósuna, berið fram með tagliatelline og njótið!
Uppskrift frá Hildi Rut.
MatreiðslaKjúklingaréttir, PastaTegundÍtalskt
Hráefni
600 g úrbeinuð kjúklingalæri
1-2 msk smjör til steikingar
1 lítill laukur, smátt skorinn
8-10 sveppir, skornir í sneiðar
2 dl rjómi
½ pakkning Philadelphia rjómaostur
1 msk dijon sinnep
3-4 tsk estragon
1 tsk kjúklingakraftur frá Oscar
Salt og pipar eftir smekk
Tagliatelline frá De Cecco