aIMG_4962
aIMG_4962

Hollar haframjölskökur

    

apríl 6, 2017

Hollar smákökur úr kókosolíu og haframjöl.

Hráefni

70 gr gróft haframjöl (sett í blandara og maukað í duft)

40 gr gróft haframjöl til viðbótar (ekki sett í blandara)

15 gr venjulegt haframjöl frá Rapunzel

1 tsk matarsódi

1 ½ tsk kanill

½ tsk salt

1 ½ tsk vanilludropar

1 stórt egg

4 msk púðursykur

50 gr kókosolía (brædd og kæld örlítið) frá Rapunzel

40 gr saxað 70% súkkulaði frá Toms

Nokkrir súkkulaðidropar til skrauts (má sleppa)

Leiðbeiningar

1Blandið saman haframjölsdufti, grófu og fínu haframjöli ásamt matarsóda, kanil og salti í eina skál.

2Í aðra skál má blanda saman egginu, vanilludropunum, púðursykrinum og bræddu kókosolíunni.

3Því næst má blanda hráefnunum úr báðum skálum saman með sleif og að lokum setja saxað súkkulaðið saman við.

4Gott er að plasta skálina með blöndunni og kæla í 20-30 mínútur til þess að auðveldara sé að móta kúlur.

5Hitið ofninn því næst í 175°C og klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.

6Rúllið í kúlur (kúfuð teskeið fyrir hverja) og raðið á plötuna (athugið að kökurnar leka út við bakstur svo varist að raða of þétt).

7Setjið 1-2 súkkulaðidropa á hverja kúlu sé þess óskað og bakið í um 7-10 mínútur eða þar til kantarnir verða aðeins dekkri en miðjan.

8Þessi uppskrift gefur um 16-18 kökur svo hana má auðveldlega tvöfalda.

Uppskrift frá gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

IMG_3355 (Large)

Piparmyntubrúnkur

Það er eitthvað svo dásamlegt við piparmyntubragð og í bland við súkkulaði gerast einhverjir töfrar fyrir bragðlaukana.

MG_7647

Sumarlegar bollakökur

Sumarlegar bollakökur í suður evrópskum anda, sítrónu bollakökur með blóðappelsínu rjómaosta kremi.

MG_7675

Blaut kladdkaka með Geisha heslihnetu súkkulaði kremi

Þessi kaka er fullkomin hvort sem er á brunch borðið eða sem eftirréttur eftir góðan mat.