Heitt rúllutertubrauð

  , ,   

nóvember 8, 2019

Al-íslensk rúlluterta sem er komin á næsta stig.

Hráefni

300 g sveppir, skornir í sneiðar

1 bolli brokkolí, skorið í bita

3 stk hvítlauksgeirar, pressaðir

2 msk Filippo Berio ólífuolía

3 dl rjómi

200 g Philadelphia rjómaostur

2 stk hvítlauksostar, skornir í litla bita

2 stk Oscar grænmetiskraftur

200 g pepperoni, skorið í bita

1 stk blaðlaukur, saxaður

200 g mozzarellaostur, rifinn

2 msk Heinz majónes

1 stk Rúllutertubrauð

Paprikuduft

Leiðbeiningar

1Hitið olíuna á pönnu, steikið sveppina, bætið pressuðum hvítlauk út á og kryddið með salti og pipar.

2Setjið næst brokkolí bita og saxaðan blaðlauk saman við og steikið.

3Bætið rjóma út á ásamt grænmetiskrafti og rjómaosti.

4Látið suðuna koma upp, lækkið þá hitann og bætið hvítlauksostinum saman við.

5Hrærið á milli og látið ostinn bráðna.

6Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið og rúllið því upp. Smyrjið brauðrúlluna með majónesi og stráið rifnum osti yfir ásamt paprikudufti.

7Hitið í ofni við 180°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dásamlega fyllt baguette brauð

Tilvalið að bera fram í veislum.

Grísk jógúrtskál með kókos

Girnileg grísk jógúrt með kókos.

Heitur Parma-Brie með pekanhnetu- og vínberjasalati

Fljótlegur og einfaldur réttur sem er tilvalin sem forréttur eða snarl.