„General Tso‘s“ kjúklingur

„General Tso‘s“ kjúklingur

Þessi kjúklingaréttur er kenndur við hershöfðingjann Zuo Zongtang sem alltaf var kallaður General Tso í Bandaríkjunum á nítjándu öld. Rétturinn fékk þetta nafn því umræddum hershöfðingja þótti hann góður! Ég hafði reyndar ekki hugmynd um þessa sögu fyrr en ég gúglaði hana en það var hún Tobba vinkona mín sem sagði við mig fyrir lööööööngu að ég þyrfti að gera svona uppskrift fyrir bloggið! Hér er hún því LOKSINS komin fyrir ykkur öll að njóta og ég vildi að ég hefði prófað fyrr, þetta svo rugl gott!

Read more

Ítalskt skógarsveppa risotto með stökkum parmesankjúklingi

Ítalskt skógarsveppa risotto með stökkum parmesankjúklingi

Þessi réttur er algjörlega ómótstæðilegur og fullkominn fyrir alla sanna aðdáendur ítalskrar matargerðar. Að dúlla við þennan með góða tónlist og vínglas á hliðarlínunni er svo mikið helgardekur. Hann passar líka sérlega vel í matarboð og jafnvel saumaklúbbinn. Ég nota hérna fljótandi hvítlauk og basiliku sem mér finnst ótrúlega þægilegt, finnst nefnilega alveg óbærilega leiðinlegt að flysja hvítlauksgeira!
Þetta er ekki flókinn réttur í sjálfu sér en þetta eru nokkur skref og því tilvalið að gefa sér góðan tíma í eldhúsinu og njóta matseldarinnar.

Read more