fbpx

Jalapeño „Poppers“

Þegar maður tekur rjómaostafyllt jalapeño á næsta stig verður útkoman hreint út sagt stórkostleg! Að bæta við kjúkling gerir þetta matarmeira og þetta passar allt ótrúlega vel saman.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 stk kjúklingabringur frá Rose Poultry
 10 stk jalapeño(Ready to eat)
 150 g Philadelphia rjómaostur
 1020 beikonsneiðar
 110 g púðursykur
 1 tsk paprikuduft
 1 tsk laukduft
 ½ tsk chilliduft
 ½ tsk cheyenne pipar
 ½ tsk salt

Leiðbeiningar

1

Hrærið púðursykri og öllum kryddum saman og skiptið niður í tvær skálar.

2

Skerið kjúklingabringurnar niður í strimla (c.a 10 úr hverri), setjið í aðra skálina með sykur-kryddblöndunni og veltið vel upp úr henni, geymið á meðan annað er undirbúið.

3

Skerið jalapeño í tvennt og hreinsið innan úr þeim, fyllið hvern helming með rjómaosti.

4

Setjið næst eina kryddaða sneið af kjúklingabringu ofan á rjómaostahliðina og vefjið síðan þétt inn í beikon. Það er misjafnt hvort það þurfi að nota heila eða hálfa sneið af beikoni eftir því hvað þær eru stórar. Gott er að miða við að endarnir séu báðir undir jalapeñoinu.

5

Hitið ofninn í 180°, raðið beikonvöfðu jalapeño á bökunarpappír í ofnskúffu og stráið restinni af sykur/kryddblöndunni yfir, ofan á beikonið.

6

Bakið í 25-30 mínútur eða þar til beikonið verður stökkt og kjúklingurinn er eldaður.


DeilaTístaVista

Hráefni

 2 stk kjúklingabringur frá Rose Poultry
 10 stk jalapeño(Ready to eat)
 150 g Philadelphia rjómaostur
 1020 beikonsneiðar
 110 g púðursykur
 1 tsk paprikuduft
 1 tsk laukduft
 ½ tsk chilliduft
 ½ tsk cheyenne pipar
 ½ tsk salt

Leiðbeiningar

1

Hrærið púðursykri og öllum kryddum saman og skiptið niður í tvær skálar.

2

Skerið kjúklingabringurnar niður í strimla (c.a 10 úr hverri), setjið í aðra skálina með sykur-kryddblöndunni og veltið vel upp úr henni, geymið á meðan annað er undirbúið.

3

Skerið jalapeño í tvennt og hreinsið innan úr þeim, fyllið hvern helming með rjómaosti.

4

Setjið næst eina kryddaða sneið af kjúklingabringu ofan á rjómaostahliðina og vefjið síðan þétt inn í beikon. Það er misjafnt hvort það þurfi að nota heila eða hálfa sneið af beikoni eftir því hvað þær eru stórar. Gott er að miða við að endarnir séu báðir undir jalapeñoinu.

5

Hitið ofninn í 180°, raðið beikonvöfðu jalapeño á bökunarpappír í ofnskúffu og stráið restinni af sykur/kryddblöndunni yfir, ofan á beikonið.

6

Bakið í 25-30 mínútur eða þar til beikonið verður stökkt og kjúklingurinn er eldaður.

Jalapeño „Poppers“

Aðrar spennandi uppskriftir