Grillaðir kjúklingaleggir með Tandoori sósu og hrísgrjónum

Grillaðir kjúklingaleggir með Tandoori sósu og hrísgrjónum

Það er bæði einfalt og ódýrt að grilla kjúklingaleggi og ég þori að fullyrða að þessi uppskrift sé ein af þeim betri. Ég ákvað að snyrta leggina og útbúa „lollipop“ eða sleikjó skurð á þeim, en þá er húðin af leggunum skorin frá og kjötinu þrýst niður þannig að leggurinn minnir helst á sleikjó. Ég marineraði leggina í smá stund áður en ég grillaði þá og penslaði svo extra tandoori sósu á þá. Meðlætið voru basmati hrísgrjón og tandoori sósa til að dýfa leggjunum í. Gæti ekki verið þægilegra!

Read more

Ljúffengar Satay núðlur á korteri

Ljúffengar Satay núðlur á korteri

Það er svo ósköp freistandi að sækja tilbúinn mat þegar við erum í tímaþröng eða bara löt. Það er hins vegar afar fljótlegt að græja gómsæta núðlurétti heima og ég fullyrði að þeir séu ekkert síðri en það sem hægt sé að taka með sér heim. Þessi er einn af okkar uppáhalds og það tekur enga stund að útbúa hann. Ég skipti oft út grænmetinu fyrir það sem ég á til í kælinum og það er ekkert heilagt í magni á neinu. Satay sósan er algjört uppáhald á heimilinu og ég á hana yfirleitt alltaf til ásamt núðlum. Restina er hægt að vinna í kringum!

Read more

Fljótlegar hoisin núðlur með tófú & grænmeti

Fljótlegar hoisin núðlur með tófú & grænmeti

Núðluréttir eru einfaldir, bragðgóðir og almennt frekar ódýrir réttir. Þessi réttur er svo sannarlega einn af þeim og sérlega gott að útbúa til þess að taka með sér í nesti í vinnuna t.d. Ég nota hér tófú með núðlunum en ég er aðeins farin að fikra mig áfram með eldmennsku á því. Tófú er þægilegur og ódýr valkostur og hentar sérstaklega vel í asíska rétti. Það virkar í raun eins og svampur og hægt að nota hvaða marineringar og sósur sem er með því. Hoisin sósa eins og ég nota hér hentar einstaklega vel, ég valdi að hafa fíngerðar eggjanúðlur í réttinum og vel af grænmeti, sannarlega fátt sem getur klikkað!

Read more