Þegar ég vil halda stórkostlega veislu án mikillar fyrirhafnar þá verða andalæri oft fyrir valinu. Eldamennskan gerist ekki einfaldari og þetta slær ávallt í gegn.

Þegar ég vil halda stórkostlega veislu án mikillar fyrirhafnar þá verða andalæri oft fyrir valinu. Eldamennskan gerist ekki einfaldari og þetta slær ávallt í gegn.
Hátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
Ég segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.
Franskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!
Taco með rifnu hægelduðu nautakjöti og fersku salsa.
Ljúffengar tortillarúllur fylltar með nautahakki, osti, sýrðum rjóma og tómötum bakaðar inn í ofni og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma.
Draumur sælkerans, nautakjöt með heimagerðu chimichurri sem leikur við bragðlaukanna.
Heimagerð BBQ grísarif með bragðmikilli sósu.
Sælkeraréttur sem gaman er að bera fram sem smárétt með öðrum réttum.