Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur

Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur

Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue Dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur sem eru í senn fljótlegar, bragðgóðar og fallegar! Kjúklingurinn passar ótrúlega vel með sósunni og ferskt og stökkt grænmetið er fullkomið með. Það tekur enga stund að útbúa vefjurnar og þær eru líka alveg frábærar í nestisboxið. Blue Dragon Satay sósan fæst í öllum helstu matvöruverslunum.

Read more

USA kjúklingur

USA kjúklingur

Í sumar pantaði ég grillaðan kjúkling á einum af veitingastöðunum þar og fékk í fyrsta sinn „Creamy Corn“ eða rjómakennt korn/maís sem var alveg hrikalega gott. Þetta var meðlæti með kjúklingnum ásamt kartöflumús og ég er búin að ætla að prófa að leika þetta eftir síðan ég kom heim. Það hafðist loks og þetta var algjört dúndur!

Read more

Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marina tómatsósu

Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marina tómatsósu

Þessar kjötbollur eru alveg ótrúlega þægilegar, það tekur enga stund að útbúa þær og þær eru síðan bakaðar í ofni í stað þess að þurfa að standa við pönnuna og steikja þær. Það sem gerir þær alveg ómótstæðilegar eru kryddin frá Liquid Organic en það eru fersk krydd sem koma í litlum flöskum. Sparar tíma og fyrirhöfn og gefa fullkomið kryddbragð. Í þessar nota ég þrjár tegundir, chili, hvítlauk og basiliku. Það besta er að flöskurnar geymast lengi og því þurfum við ekki að vera að henda afgangnum af kryddunum eins og við lendum oft í þegar við kaupum fersk krydd.

Ég nota kryddin auðvitað í sósuna líka sem er gerð frá grunni og er einnig mjög einföld og gott að græja hana á meðan bollurnar eru í ofninum. Svo sýð ég gott spaghettí og ber fram með bollunum og sósunni. Þetta er frekar stór uppskrift en ég mæli með að taka helminginn af bollunum og frysta þær. Frábært að eiga tilbúnar bollur í frysti þegar við nennum ekki að elda.

Read more