fbpx

Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósu

Hér eru sumarborgararnir mættir! Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar majó, beikon, jalapeno, cheddar og taco krydd koma saman í dúnmjúku kartöflubrauðinu og maður fær bara ekki nóg. Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 g Smassborgarar
 1,50 msk Taco krydd
 4 stk Kartöflu hamborgarabrauð
 8 stk Amerískur cheddar ostur - sneiðar
 2 stk Tómatar
 1 stk Rauðlaukur
 40 g Salatblanda
 Heinz Seriously good majónes, eftir smekk
 Heinz mayo mix, eftir smekk
 120 ml Mission salsasósa
 Jalapeno eftir smekk
 Kóríander eftir smekk
 Franskar

Leiðbeiningar

1

Forhitið ofn í 180°C með blæstri.

Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.

Sneiðið tómata og rauðlauk. Rífið salatblöndu eftir smekk.

Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu eða í efri grind á grilli.

Kryddið borgarana rausnarlega með taco kryddi á báðum hliðum. Steikið eða grillið borgarana í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ost á kjötið þegar því er snúið.

Smyrjið brauðin með majónesi og raðið svo salatblöndu, kjöti, salsasósu, jalapeno, lauk, tómötum og beikoni í brauðin. Saxið kóríander og stráið yfir borgarana áður en þeim er lokað.

Berið fram með frönskum og Heinz mayomix sósu.


DeilaTístaVista

Hráefni

 4 g Smassborgarar
 1,50 msk Taco krydd
 4 stk Kartöflu hamborgarabrauð
 8 stk Amerískur cheddar ostur - sneiðar
 2 stk Tómatar
 1 stk Rauðlaukur
 40 g Salatblanda
 Heinz Seriously good majónes, eftir smekk
 Heinz mayo mix, eftir smekk
 120 ml Mission salsasósa
 Jalapeno eftir smekk
 Kóríander eftir smekk
 Franskar

Leiðbeiningar

1

Forhitið ofn í 180°C með blæstri.

Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.

Sneiðið tómata og rauðlauk. Rífið salatblöndu eftir smekk.

Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu eða í efri grind á grilli.

Kryddið borgarana rausnarlega með taco kryddi á báðum hliðum. Steikið eða grillið borgarana í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ost á kjötið þegar því er snúið.

Smyrjið brauðin með majónesi og raðið svo salatblöndu, kjöti, salsasósu, jalapeno, lauk, tómötum og beikoni í brauðin. Saxið kóríander og stráið yfir borgarana áður en þeim er lokað.

Berið fram með frönskum og Heinz mayomix sósu.

Mexíkó beikonborgarar með jalapeno og salsasósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Big Mac HamborgariJá krakkar mínir, núna getið þið útbúið ykkar eigin „Big Mac“ heima í eldhúsinu! Það skiptir máli að fletja hakkið…
MYNDBAND
Grillaðar samlokurHér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata,…