Hér eru sumarborgararnir mættir! Það eru einhverjir töfrar sem gerast þegar majó, beikon, jalapeno, cheddar og taco krydd koma saman í dúnmjúku kartöflubrauðinu og maður fær bara ekki nóg. Mæli klárlega með þessum í grillveisluna í sumar!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofn í 180°C með blæstri.
Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.
Sneiðið tómata og rauðlauk. Rífið salatblöndu eftir smekk.
Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu eða í efri grind á grilli.
Kryddið borgarana rausnarlega með taco kryddi á báðum hliðum. Steikið eða grillið borgarana í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ost á kjötið þegar því er snúið.
Smyrjið brauðin með majónesi og raðið svo salatblöndu, kjöti, salsasósu, jalapeno, lauk, tómötum og beikoni í brauðin. Saxið kóríander og stráið yfir borgarana áður en þeim er lokað.
Berið fram með frönskum og Heinz mayomix sósu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofn í 180°C með blæstri.
Raðið beikoni á ofnplötu og bakið í miðjum ofni í 12-14 mín. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.
Sneiðið tómata og rauðlauk. Rífið salatblöndu eftir smekk.
Ristið hamborgarabrauðin á heitri pönnu eða í efri grind á grilli.
Kryddið borgarana rausnarlega með taco kryddi á báðum hliðum. Steikið eða grillið borgarana í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ost á kjötið þegar því er snúið.
Smyrjið brauðin með majónesi og raðið svo salatblöndu, kjöti, salsasósu, jalapeno, lauk, tómötum og beikoni í brauðin. Saxið kóríander og stráið yfir borgarana áður en þeim er lokað.
Berið fram með frönskum og Heinz mayomix sósu.