Vegan sveppasúpa

  ,   

október 9, 2017

Bragðmikil rjómalöguð sveppasúpa.

Hráefni

250 gr sveppir

1 stk laukur

2-3 hvítlauksrif

2 msk Filippo Berio ólífuolía

1 l Oatly matreiðslurjómi

1 box Oatly rjómaostur

2 msk Oscar sveppakraftur fljótandi

2 tsk Oscar grænmetiskraftur

Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1Hitið ólífuolíuna í potti. Bætið söxuðum sveppum út í ásamt söxuðum lauk og fínsöxuðum hvítlauk. Steikið þar til sveppirnir eru orðnir brúnaðir.

2Bætið restinni af hráefnunum út í og látið malla í 10 mín. Kryddið eftir smekk.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kókos fiskisúpa

Einföld, fljótleg og bragðgóð súpa full af sjávarfangi.

Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti

Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings.

Bragðgóð og matarmikil mexíkósk súpa

Fljótleg, bragðmikil og matarmikil súpa sem er án kjöts en stútfull af próteinum og öðrum næringarefnum sem gera okkur hraust og geislandi af heilbrigði.