Print Options:
Vegan sveppasúpa

Magn1 skammtur

Bragðmikil rjómalöguð sveppasúpa.

 250 gr sveppir
 1 stk laukur
 2-3 hvítlauksrif
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 1 l Oatly matreiðslurjómi
 1 box Oatly rjómaostur
 2 msk Oscar sveppakraftur fljótandi
 2 tsk Oscar grænmetiskraftur
 Salt og pipar eftir smekk
1

Hitið ólífuolíuna í potti. Bætið söxuðum sveppum út í ásamt söxuðum lauk og fínsöxuðum hvítlauk. Steikið þar til sveppirnir eru orðnir brúnaðir.

2

Bætið restinni af hráefnunum út í og látið malla í 10 mín. Kryddið eftir smekk.