Rapunzel frækex

  , , , ,   

júlí 29, 2016

Lífrænt og hollt frækex.

Hráefni

Rapunzel Graskersfræ 1 dl

Rapunzel Sesamfræ 1 dl

Rapunzel Sólblómafræ 1 dl

Rapunzel Hörfræ 1 dl

Rapunzel Birkifræ 1 dl

Mjöl 3 dl. t.d. rísmjöl eða gróft spelt eða annað mjöl

Rapunzel Heslihnetumjöl 1 dl (eða möndlumjöl má sleppa)

Rapunzel sjávarsalt 2 tsk (eða salt flögur)

Rapunzel Hlynsírop 1 tsk

Rapunzel olía 150 ml (t.d. sólblóma og sesamolía blandað)

Vatn 200 ml (volgt)

Leiðbeiningar

1Blandið þurrefnum vel saman, setjið síðan olíuna út í og hrærið með sleif að endingu er vatnið sett smátt og smátt út í. Deiginu er síðan skipt í tvo hluta og sett á milli bökunarpappírs, flatt út þar til það er orðið örþunnt.

2Gott er að strá Turmerik kryddi á aðra plötuna, það gefur örlítið annað bragð.

3Bakað í 15 - 20 mín í 200°c heitum ofni.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Dumle karamellubitar

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.