Pestó kjúklingur með hvítkálsspaghetti

  ,   

febrúar 2, 2017

Hvítkálsspaghetti með rjómaosta pestó kjúkling.

Hráefni

1 poki Kjúklingalæri úrbeinuð frá Rose Poultry (700gr)

1 krukka Filippo Berio rautt pestó

400 gr Philadelphia rjómaostur

1/2 haus hvítkál

1 box konfekt tómatar

1 poki ferskt spínat

100 gr Parmareggio parmesanostur

2 msk Filippo Berio ólífuolía

1 búnt steinselja

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Skerið hvítkálið í fínar lengjur þannig að það líkist spaghetti, setjið í skál ásamt niðurskorinni steinselju og ólífuolíu og blandið vel saman.

2Kjúklingalæri skorin í 4 bita.

3Hitið pönnu með ólífuolíu, setjið kjúlklingabitana út á og steikið á hvorri hlið í ca. 6 mínútur, kryddið með salti og pipar.

4Bætið rjómaosti og pestó út á og látið malla í 10 mínútur. Bætið tómötum og spínati við að lokum og slökkvið undir hitanum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Klístraðir mango chutney kjúklingavængir

Ótrúlega góðir klístraðir kjúklingabitar, tilvalið í kvöldmatinn eða partýið

Rjómaostafyllt kjúklingalæri með parmaskinku

Dásamlegur kjúklingaréttur með rjómaostafyllingu

Suðræn grillspjót

Undursamleg litrik grillspjót í hunangs Caj P mareneringu