Kjötbollur Nachos Style

  ,   

október 1, 2019

Kjötbollu partýréttur sem slær í gegn.

  • Undirbúningur: 1 klst
  • Eldun: 30 mín
  • 1 klst

    30 mín

    1 klst 30 mín

Hráefni

Salsasósa:

4 stk tómatar

1 stk laukur

1 msk Filippo Berio ólífuolía

1 stk límóna- safinn

10-15 sneiðar jalapeno

4 stk hvítlauksrif

1 búnt kóríander, ferskt

Kjötbollur:

1 kg nautahakk

½ kg grísahakk

1 pakki Ritz kex, mulið

3 egg

2 msk Oscar grænmetiskraftur

2 msk Blue Dragon Chilli paste chilimauk

Tabasco ® sósa eftir smekk

Salt og pipar

Samsetning og meðlæti:

400 g Philadelphia rjómaostur

300 g rifinn ostur

Mission tortillur með grillrönd

Leiðbeiningar

Salsasósa:

1Skerið tómata og lauk gróft og steikið upp úr olíu á pönnu.

2Setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefnunum og blandið vel saman.

Kjötbollur:

1Hrærið öllu saman og mótið litlar bollur.

2Bakið við 180°C gráður í 8 - 10 mínútur.

Samsetning og meðlæti:

1Setjið í eldfast mót í eftirfarandi röð og endurtakið þrisvar:

2Rjómaostur, salsasósa, kjötbollur og rifinn ostur.

3Bakið í 15 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er orðinn vel gylltur.

4Skerið tortillurnar í 4 hluta og berið fram með kjötbollunum ásamt límónum, jalapeno og kóríander.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Salat með stökku andalæri og volgri beikon vinagrette

Andalæri er frábær og fljótlegur matur, einfaldur, hollur og ó svo góður. Þetta salat er æðislegt.

BBQ vefjur með rifnu svínakjöti

BBQ svínakjöt í vegju þar sem svínakjötið er hægeldað upp úr bjór sem gerir það að verkum að það verður einstaklega safaríkt og mjúkt.

Krakkapasta með kolkrabba pylsum

Þessi uppskrift er afar einföld og auðvelt að skella í, svo bara elska krakkarnir hana. Í hana þarf heldur ekki óteljandi hráefni, svo ég mæli með að þið prufið hvort sem er hversdags eða í krakkapartý sem dæmi.