Kjötbollur Nachos Style

  ,   

október 1, 2019

Kjötbollu partýréttur sem slær í gegn.

  • Undirbúningur: 1 klst
  • Eldun: 30 mín
  • 1 klst

    30 mín

    1 klst 30 mín

Hráefni

Salsasósa:

4 stk tómatar

1 stk laukur

1 msk Filippo Berio ólífuolía

1 stk límóna- safinn

10-15 sneiðar jalapeno

4 stk hvítlauksrif

1 búnt kóríander, ferskt

Kjötbollur:

1 kg nautahakk

½ kg grísahakk

1 pakki Ritz kex, mulið

3 egg

2 msk Oscar grænmetiskraftur

2 msk Blue Dragon Chilli paste chilimauk

Tabasco ® sósa eftir smekk

Salt og pipar

Samsetning og meðlæti:

400 g Philadelphia rjómaostur

300 g rifinn ostur

Mission tortillur með grillrönd

Leiðbeiningar

Salsasósa:

1Skerið tómata og lauk gróft og steikið upp úr olíu á pönnu.

2Setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefnunum og blandið vel saman.

Kjötbollur:

1Hrærið öllu saman og mótið litlar bollur.

2Bakið við 180°C gráður í 8 - 10 mínútur.

Samsetning og meðlæti:

1Setjið í eldfast mót í eftirfarandi röð og endurtakið þrisvar:

2Rjómaostur, salsasósa, kjötbollur og rifinn ostur.

3Bakið í 15 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er orðinn vel gylltur.

4Skerið tortillurnar í 4 hluta og berið fram með kjötbollunum ásamt límónum, jalapeno og kóríander.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Heilgrillaður lambahryggur og meðlæti

Þessi lambahryggur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að pensla hann með Caj P grillolíu og elda á útigrillinu er svakalega gott.

Ómótstæðilegt Lamb Madras með spínati, blómkáli og tómötum

Það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá Patak’s. Þessi lambaréttur er ótrúlega bragðmikill og góður. Það er smá hiti í sósunni en það er alveg hægt að dempa hana með smá hreinu jógúrti.

Udon núðlur frá Asíu

Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.