fbpx

Hátíðlegur vegan eftirréttur

Hátíðlegur vegan eftirréttur í hollari kantinum með Oatly þeytirjóma. Psst... það besta við þennan eftirrétt er að hann virkar vel sem spari morgunmatur daginn eftir, ef það verður afgangur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botninn
 4 dl haframjöl frá Rapunzel
 1,50 dl heilhveiti
 1 dl dökkur hrásykur frá Rapunzel
 100 g smjörlíki
 2 msk eplasafi eða vatn ef þarf
Ávextirnir
 250 g jaraðarber
 250 g vínber
 2 stk bananar frá Cobana
 5 msk sykurlaus berjasulta
Kremið
 1 peli Oatly þeytirjómi
 2 dl hrein Oatly jógúrt
 safi úr 1/2 appelsínu
 2 msk hlynsíróp
 Möndluflögur

Leiðbeiningar

1

Þurrefnunum blandað í skál og smjörinu nuddað saman við. Ef blandan er of þurr er hægt að bleyta örlítið í með eplasafa eða vatni. Þessu er síðan þrýst í botninn á smurðu eldföstu móti og bakað í ca 25 mín á 180. Ef þetta verður að einni samloðandi köku þarf að brjóta hana í litla bita þegar hún er farin að kólna. Komið haframulningnum fyrir í form sem bera á fram desertinn í.

2

Ávextirnir eru skornir bita, ekki of smáa og þeim síðan velt uppúr sultunni. Þessu er síðan komið fyrir ofan á botninum.

3

Rjóminn er þeyttur og blandað saman við jógúrtina sem bragðbætt hefur verið með hlynsírópi og appelsínusafa. Smakkið til og metið hvort þurfi meira jógúrt eða hlynsíróp. Ristið möndluflögur á þurri pönnu í örskamma stund. Kreminu er síðan hellt yfir ávextina og síðan skreytt með ristuðum möndluflögum og nokkrum berjum. Eftirrétturinn er látinn standa í ísskáp í 2 klst áður en hann er borinn fram.


Uppskrift eftir Hildi Ómars.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botninn
 4 dl haframjöl frá Rapunzel
 1,50 dl heilhveiti
 1 dl dökkur hrásykur frá Rapunzel
 100 g smjörlíki
 2 msk eplasafi eða vatn ef þarf
Ávextirnir
 250 g jaraðarber
 250 g vínber
 2 stk bananar frá Cobana
 5 msk sykurlaus berjasulta
Kremið
 1 peli Oatly þeytirjómi
 2 dl hrein Oatly jógúrt
 safi úr 1/2 appelsínu
 2 msk hlynsíróp
 Möndluflögur

Leiðbeiningar

1

Þurrefnunum blandað í skál og smjörinu nuddað saman við. Ef blandan er of þurr er hægt að bleyta örlítið í með eplasafa eða vatni. Þessu er síðan þrýst í botninn á smurðu eldföstu móti og bakað í ca 25 mín á 180. Ef þetta verður að einni samloðandi köku þarf að brjóta hana í litla bita þegar hún er farin að kólna. Komið haframulningnum fyrir í form sem bera á fram desertinn í.

2

Ávextirnir eru skornir bita, ekki of smáa og þeim síðan velt uppúr sultunni. Þessu er síðan komið fyrir ofan á botninum.

3

Rjóminn er þeyttur og blandað saman við jógúrtina sem bragðbætt hefur verið með hlynsírópi og appelsínusafa. Smakkið til og metið hvort þurfi meira jógúrt eða hlynsíróp. Ristið möndluflögur á þurri pönnu í örskamma stund. Kreminu er síðan hellt yfir ávextina og síðan skreytt með ristuðum möndluflögum og nokkrum berjum. Eftirrétturinn er látinn standa í ísskáp í 2 klst áður en hann er borinn fram.

Hátíðlegur vegan eftirréttur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Súkkulaðigott með karamelluHér höfum við ofureinfalt súkkulaðigott þar sem ég er búin að brjóta karamellubrjóstsykur, saltkringlur og pistasíukjarna yfir brætt dökkt súkkulaði.…