Print Options:








Hátíðlegur vegan eftirréttur

Magn1 skammtur

Hátíðlegur vegan eftirréttur í hollari kantinum með Oatly þeytirjóma. Psst... það besta við þennan eftirrétt er að hann virkar vel sem spari morgunmatur daginn eftir, ef það verður afgangur.

Botninn
 4 dl haframjöl frá Rapunzel
 1,50 dl heilhveiti
 1 dl dökkur hrásykur frá Rapunzel
 100 g smjörlíki
 2 msk eplasafi eða vatn ef þarf
Ávextirnir
 250 g jaraðarber
 250 g vínber
 2 stk bananar frá Cobana
 5 msk sykurlaus berjasulta
Kremið
 1 peli Oatly þeytirjómi
 2 dl hrein Oatly jógúrt
 safi úr 1/2 appelsínu
 2 msk hlynsíróp
 Möndluflögur
1

Þurrefnunum blandað í skál og smjörinu nuddað saman við. Ef blandan er of þurr er hægt að bleyta örlítið í með eplasafa eða vatni. Þessu er síðan þrýst í botninn á smurðu eldföstu móti og bakað í ca 25 mín á 180. Ef þetta verður að einni samloðandi köku þarf að brjóta hana í litla bita þegar hún er farin að kólna. Komið haframulningnum fyrir í form sem bera á fram desertinn í.

2

Ávextirnir eru skornir bita, ekki of smáa og þeim síðan velt uppúr sultunni. Þessu er síðan komið fyrir ofan á botninum.

3

Rjóminn er þeyttur og blandað saman við jógúrtina sem bragðbætt hefur verið með hlynsírópi og appelsínusafa. Smakkið til og metið hvort þurfi meira jógúrt eða hlynsíróp. Ristið möndluflögur á þurri pönnu í örskamma stund. Kreminu er síðan hellt yfir ávextina og síðan skreytt með ristuðum möndluflögum og nokkrum berjum. Eftirrétturinn er látinn standa í ísskáp í 2 klst áður en hann er borinn fram.