Góð kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý

  ,

nóvember 18, 2015

Þessa er hreinn unaður að borða!

  • Fyrir: 4-5

Hráefni

1 paprika, skorin í teninga

1 laukur, skorinn í teninga

1 msk engifer, rifið

2 -3 msk rautt karrýmauk (ég notaði Blue dragon red curry paste)

2 dósir kókosmjólk (Blue dragon coconut milk)

500 ml kjúklingakraftur frá Oscar (3 msk leyst upp í 500 ml heitu vatni)

2 msk fiskisósa (ég notaði Blue dragon fish sauce)

2 msk púðusykur

2 msk hnetusmjör

1-2 dl grænar baunir, frosnar (má sleppa)

3 kjúklingabringur, skornar í teninga og steiktar á pönnu

1 límóna

Til skrauts

Saxaðar salthnetur

Límónusneiðar

Kóríander

Hrísgrjón, elduð (má nota núðlur)

Leiðbeiningar

1Léttsteikið lauk, papriku og bætið engifer saman við.

2Bætið rauðu karrý, kókosmjólk, kjúklingakrafti, fiskisósu, púðusykri, hnetusmjöri og baununum saman við og hrærið vel í. Leyfið súpunni að malla við lágan hita í 45 mínútur eða eftir því sem tíminn leyfir.

3Kreistið safa úr einni límónu út í og bætið einnig kjúklingakjötinu saman við. Smakkið hana til og fyrir þá sem vilja hafa súpuna sterka má bæta 1-2 tsk af minced hot chilli út í.

4Setjið súpuna í skálar og toppið með soðnum hrísgrjónum/núðlum, söxuðum salthnetum, límónusneiðum og jafnvel kóríander.

Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í hunangs- og sinnepsmarineringu

Bragðgóður einfaldur kjúklingaréttur með hunangs- og sinnepsmarineringu.

Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

Stökkir kjúklinganaggar.

Tikka Masala fiðrilda kjúklingur

Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar sósur og kryddmauk og henda í gúrm indverskan sem eldar sig eiginlega bara sjálfur!