Bleikju grillvefja í djúsí maríneringu

  , , ,   

júní 11, 2020

Bleikjuvefja sem kemur öllum á óvart, beint á grillið!

Hráefni

1 pakki Mission vefjur

2 flök bleikja, roð- og beinlaus

½ flaska Blue Dragon teriyaki sósa

4 msk sesamfræ

500 g spínat

paprikur í öllu litum, skornar í strimla

2 bollar sætar kartöflur, soðnar og skornar í teninga

4 msk Blue Dragon sweet chili sósa

Sesam majónes

½ krukka Heinz majónes

2 msk Blue Dragon sesamolía

1 msk sítrónusafi

1 tsk Blue Dragon engifermauk

1 tsk Blue Dragon hvítlauksmauk

Leiðbeiningar

1Leggið bleikjubita í teriyaki sósu

2Útbúið sesam majónes með því að blanda innihaldsefnunum saman

3Smyrjið vefjuna með sesam majónesi

4Setjið lúku af spínati og paprikustrimla á vefjuna

5Veltið soðnum sætum kartöfluteningnum upp úr sweet chili sósunni og setjið á vefjuna

6Leggið bleikjubitana á vefjuna og stráið sesamfræjum yfir, rúllið henni þétt upp með álpappír

7Grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið, það tekur um 8-10 mínútur að elda fiskinn, hreyfa vefjuna reglulega.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Risarækjupasta í sweet chilí rjómaostasósu

Það þarf ekkert að hafa mörg orð um þessa uppskrift. Einfaldlega með betri pastaréttum lífsins!

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!