Hrákúlur með kakó og appelsínubragði

Hrákúlur með kakó og appelsínubragði

Mig er lengi búið að langa að gera kakókúlur með appelsínubragði, mögulega því ég algjörlega elska þessa samsetningu, dökkt súkkulaði og appelsínudjús er mögulega mín fíkn. Ég lét svo loksins verða að því í aðdraganda afmælis míns í október, þegar ég var að plana smá afmælisboð fyrir mitt nánasta fólk. Þær urðu jafn góðar og ég ímyndaði mér svo ég varð að sjálfsögðu að bjóða uppá þær í litlu veislunni minni. “Þetta verður nammið okkar um jólin” sagði pabbi og það eru ágætis meðmæli get ég sagt ykkur því hann er alvöru sælkeri. Ég mæli heilshugar með þessum bráðhollu kúlum sem bragðast eins og nammi og litlum puttum gætu einnig þótt gaman að búa þessar til.

Ég vel alltaf að nota lífrænt hráefni í mínar hrákúlur og mig langar að taka það sérstaklega fram að þar sem börkurinn af appelsínunni er notaður þá er mikilvægt að nota lífræna appelsínu þar sem við viljum ekki nota börk með skordýraeitri í kúlurnar. Ef þú finnur ekki lífræna appelsínu þá myndi ég skipta út berki fyrir meiri appelsínusafa.

Read more

Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers

Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers

Bleikur hummus úr hvítum baunum, með rauðrófu og capers borinn fram með hinum litum regnbogans.

Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka.

Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi, útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.

Read more

Hveitilaus fallin súkkulaðikaka með rakri miðju

Hveitilaus fallin súkkulaðikaka með rakri miðju

Ég elska svona fallnar kökur sem eru fallega ljótar, því oft eru þær einfaldlega bestar. Hér er ég með eina dásamlega góða köku sem er í senn einföld en afar ljúffeng, svona kaka kallast oft torte á ensku en þá er verið að vísa til fallinnar súkkulaðiköku. Yfirleitt viljum við ekki að kökurnar okkar falli eftir bakstur en í þessu tilfelli er það akkurat það sem við viljum. Ef ég ætti að líkja henni við einhverja sérstaka köku þá held ég að þessi sé mjög skyld franskri súkkulaðiköku, nema þessi er hveitilaus og eins og með þá frönsku er hún best með rjóma. Eins og ég sagði er kakan hveitilaus en í hana notaði ég möndlumjöl í stað hveitis sem gefur smá svona eins og marsípanáferð á hana, en samt bragðast hún ekki eins og marsípan. Kakan er best borin fram heit en hún er í senn stökk að utan og blaut og klístruð að innan eins og blanda af franskri súkkulaðiköku og kladdaköku. Í staðinn fyrir smjör notaði ég kókósmöndlusmjörið frá Rapunzel en það er í miklu uppáhaldi hjá mér enda ekki bara hollt heldur einnig mjög bragðgott. Ég mæli með að þú hendir í þessa köku en með henni bar ég fram Oatly þeyttan rjóma og toppaði svo allt heila klabbið með döðlusírópinu frá Rapunzel. Þetta var hin fullkomna þrenna!

Read more