Æðislegur súkkulaðiís með stökkum súkkulaðihjúp.

Æðislegur súkkulaðiís með stökkum súkkulaðihjúp.
Ég elska svona fallnar kökur sem eru fallega ljótar, því oft eru þær einfaldlega bestar. Hér er ég með eina dásamlega góða köku sem er í senn einföld en afar ljúffeng, svona kaka kallast oft torte á ensku en þá er verið að vísa til fallinnar súkkulaðiköku. Yfirleitt viljum við ekki að kökurnar okkar falli eftir bakstur en í þessu tilfelli er það akkurat það sem við viljum. Ef ég ætti að líkja henni við einhverja sérstaka köku þá held ég að þessi sé mjög skyld franskri súkkulaðiköku, nema þessi er hveitilaus og eins og með þá frönsku er hún best með rjóma. Eins og ég sagði er kakan hveitilaus en í hana notaði ég möndlumjöl í stað hveitis sem gefur smá svona eins og marsípanáferð á hana, en samt bragðast hún ekki eins og marsípan. Kakan er best borin fram heit en hún er í senn stökk að utan og blaut og klístruð að innan eins og blanda af franskri súkkulaðiköku og kladdaköku. Í staðinn fyrir smjör notaði ég kókósmöndlusmjörið frá Rapunzel en það er í miklu uppáhaldi hjá mér enda ekki bara hollt heldur einnig mjög bragðgott. Ég mæli með að þú hendir í þessa köku en með henni bar ég fram Oatly þeyttan rjóma og toppaði svo allt heila klabbið með döðlusírópinu frá Rapunzel. Þetta var hin fullkomna þrenna!
Hvítsúkkulaði ostakaka, kexbotn með kanilkeim og fersk hindber eru klárlega góð blanda!
Þessi uppskrift er löngu orðin sígild og ber með sér keim af smávegis nostalgíu. Hér nota ég einungis örfá lífræn hráefni og eru kókosmakkarónurnar einnig glútenlausar. Það er sérlega fljótlegt að útbúa þessar makkarónur og 85% súkkulaðið frá Rapunzel setur alveg punktinn yfir i-ið. Þær geymast vel og því má alveg gera þær með góðum fyrirvara. Þessar eru algjörlega ómissandi fyrir alla unnendur kókos!
Okkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það má auka við eða draga úr sætumagni ef vill. Lífræna hlynsírópið frá Rapunzel er dásamlegt í bakstur og auðvitað alveg ljómandi gott með pönnukökum eða vöfflum. Það er einnig stórgott að setja nokkra dropa í kaffið en þessir bitar eru einmitt alveg sérlega góðir með rjúkandi heitum kaffibolla.
Hér kemur ein klassísk þar sem ég var bæði að prófa að nota brætt smjör (í stað smjörs við stofuhita) og Milka Daim súkkulaði sem er eitt af okkar uppáhalds og útkoman var stórfengleg.
Þessi súkkulaðikaka er guðdómleg og kremið ekki síðra. Slöngukakan krefst þess að þið hafið smá tíma til þess að baka og skreyta en allir ættu að ráða við hana. Síðan er afar hentugt að skera hana í sneiðar þegar hún er í laginu eins og slanga.
Hollari franskar með chili mæjó úr lífrænum kasjúhnetum. Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skera allskonar rótargrænmeti í strimla, baka í ofni og borða eins og franskar. Ef þú hefur ekki prófað að baka rauðrófur í ofni með olíu og salti þá mæli ég með því að prófa það, þær gætu komið þér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að leggja áherslu á að borða hreint matarræði, velja lífrænt og sniðganga öll aukaefni síðustu vikur og hef verið að vinna mikið með kasjúhnetur í dressingar og sósur. Kasjúhnetur eru frábærar í sósur, áferðin verður merkilega creamy og í þokkabót verður sósan full af næringu. Hér er ég með chili kasjú “mæjó” sem passar einstaklega vel með rótargrænmetisfrönskum.
Einstaklega bragðgóðar og krúttlegar hrekkjavöku smákökur. Þær innihalda Milka Oreo súkkulaði ásamt hvítu súkkulaði sem gerir þær svo ljúffengar. Tilvalið að útbúa með börnunum um helgina. Svo er einnig sniðugt að skella í þær fyrir jólin og þá er hægt að sleppa augunum og jafnvel gera þær minni.