fbpx

Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers

Bleikur hummus úr hvítum baunum, með rauðrófu og capers borinn fram með hinum litum regnbogans. Hér erum við með ótrúlega ferskan rauðrófuhummus með capers. Já eða baunahræru… tæknilega séð er þetta ekki hummus þar sem “hummus” þýðir “kjúklingabaunir” en hér nota ég hvítar cannellini baunir. Ég leyfi mér þó að kalla þessa baunahræru hummus þar sem það hljómar betur og þennan hvítbaunahummus má bera fram eins og hefðbundin hummus. Ég elska hvað rauðrófan gerir hann fallegan á litinn en tekur ekki yfir bragðið nema gefur skemmtilega sætan keim. Capersinn er svo aðeins meira áberandi í bragðinu. Það er líka skemmtileg tilbreyting að prófa sig áfram með hvítar baunir en þær eru mun mýkri en kjúklingabaunir svo þú þarf ekki að beita neinum trixum eða eiga flóknar græjur til að fá áferðina silkimjúka. Þessi fallega bleiki hummus passar æðislega vel með grænmetisstrimlum og steiktum tortillabútum/kexi, útá pastaskrúfur ásamt salati og súrkáli…. eða bara eins og þú kýst að borða hummus.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk soðin rauðrófa
 1 stk lífrænar cannellini baunir frá Rapunzel
 2 msk ljóst tahini
 ½ dl capers
 1 stk hvítlauksrif
 ½ stk safi úr 1/2 sítrónu

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skræla rauðrófuna, skera í litla búta og sjóða. Það tekur um 30 mínútur. Sigtið vatnið frá og setjið rauðrófuna til hliðar. Einnig er hægt að kaupa forsoðna rauðrófu.

2

Hellið vökvanum af baununum (*hægt er að nota hluta af vökvanum til að þynna hummusinn svo ekki hella honum í vaskinn alveg strax).

3

Komið svo öllu fyrir í blender/matvinnsluvél/nutribullet og blandið öllu saman. Það er jafnvel hægt að nota töfrasprota. Ef áferðin þarf beiri vökva er hægt að bæta við örlitlu vatni eða *vökva úr baunadósinni.

4

Berið fram með því sem þér dettur í hug.


DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk soðin rauðrófa
 1 stk lífrænar cannellini baunir frá Rapunzel
 2 msk ljóst tahini
 ½ dl capers
 1 stk hvítlauksrif
 ½ stk safi úr 1/2 sítrónu

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skræla rauðrófuna, skera í litla búta og sjóða. Það tekur um 30 mínútur. Sigtið vatnið frá og setjið rauðrófuna til hliðar. Einnig er hægt að kaupa forsoðna rauðrófu.

2

Hellið vökvanum af baununum (*hægt er að nota hluta af vökvanum til að þynna hummusinn svo ekki hella honum í vaskinn alveg strax).

3

Komið svo öllu fyrir í blender/matvinnsluvél/nutribullet og blandið öllu saman. Það er jafnvel hægt að nota töfrasprota. Ef áferðin þarf beiri vökva er hægt að bæta við örlitlu vatni eða *vökva úr baunadósinni.

4

Berið fram með því sem þér dettur í hug.

Bleikur hvítbaunahummus með rauðrófu og capers

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Suðrænn smoothieSuðrænn og smoothie úr aðeins 3 hráefnum úr smiðju Hildar Ómars. Einfaldara og ferskara verður það varla.