Möndlusmákökur með suðrænu ívafi

Möndlusmákökur með suðrænu ívafi

Hér eru kökur fyrir þá sem elska að hafa eitthvað gott að maula á á aðventunni með kaffinu, sem er þó ekki alveg dísætt eins og margar smákökur eiga til að vera. Þessar möndlukökur minna mig ögn á ítölsku kökurnar cantucci eða biscotti hvað bragðið varðar. Ekki dísætar en mátulega sætar til að hafa með kaffinu.

Ef þig langar að hafa kökurnar aðeins meira djúsí þá er hægt að setja dökkt súkkulaði á þær en ég gerði það við helmingin af kökunum, þar sem krakkarnir vildu þær með súkkulaði á. Ég hins vegar vil þær án súkkulaðis svo ykkar er valið. Ég notaði 85 % súkkulaði frá Rapunzel þar sem það er ekki of sætt og gefur djúpt súkkulaðibragð. Meginhráefnið og aðalstjarnan í kökunum er möndlusmjör og hakkaðar möndlur. Möndlusmjörið gefur kökunum þetta dásamlega möndlubragð. Hökkuðu möndlurnar gefa kökunum bit undir tönn sem ég elska. Ég notaði Rapunzel möndlusmjörið en það eru 100 % möndlur í því, auk þess sem það er lífrænt ræktað og algjör gæðavara.

Kökurnar eru stökkar á köntunum og svo mjúkar inn að miðju, en ég elska að hafa þær þannig. Ég baka þær þá á styttri tímanum, en ef þú vilt hafa þær alveg stökkar þá geturðu valið lengri tímann. Það sem skemmir síðan ekki fyrir er að kökurnar eru afar eindaldar að gera og tekur stuttan tíma að henda í þær. Deigið þarf ekkert að kólna né neitt vesen og því tilvalið fyrir óþolinmóða eins og mig. Team súkkulaði eða ekki súkkulaði, team stökkir kantar, mjúk miðja eða stökkar harðar biscotti kökur. Hér ræður þú ferðinni og útkoman eins og þú vilt hafa hana.

Read more

Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum

Jólalegt brokkólísalat með rauðkáli og trönuberjum

Jólalegt brokkólísalat. Mögulega eru það trönuberin sem gera það jólalegt … og grænu liturinn í brokkólíinu. Rauðkál er líka svolítið hátíðlegt grænmeti er það ekki? Þetta er allavega einstaklega ferskt og fallegt salat með vott af hátíðlegu bragði sem passar ofboðslega vel með jólamatnum sem stundum getur verið þungur og saltur. Þetta salat er auðvitað gott allan ársins hring en einhvernegin höfum við verið að tengja það við jólin síðustu ár.

Read more

Piparkökukúlur

Piparkökukúlur

Hvað er meira jóla en piparkökur? Hér erum við með hollar hrákúlur eða orkukúlur sem bragðast eins og piparkökur. Þessar toppa hefðbundnar piparkökur að mínu mati og mesti plúsinn er að þær gefa þér alvöru orku. Kanill, negull, malaður engifer og kardimommur eru kryddin sem galdra fram piparkökubragðið. Ég elska að nota lífrænar mjúkar kasjúhnetur í hrákúlur því þær eru pínu sætar en samt svo skemmtilega hlutlausar að öll krydd njóta sín svo vel.

Read more