Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri saltkaramellu

Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri saltkaramellu

Það er ekki algengt að sjá bakaðar ostakökur á íslenskum veisluborðum, mig grunar að það sé vegna þess að þær geta verið svolítið tímafrekar en afraksturinn er algjörlega stórkostlegur og alveg þess virði að dútla við gerð þeirra. Þessi er alveg hreint sjúkleg, í botninn nota ég hafrakexið frá Nairn‘s með saltkaramellunni. Fyllingin er klassísk vanillu ostakaka og á toppinn smyr ég heimagerðri saltkaramellu sem fátt toppar. Þið verðið að prófa þessa fyrir næstu veislu eða saumaklúbbana sem fara að hefja göngu sína aftur eftir gott sumarfrí!

Read more

Grillaðar samlokur

Grillaðar samlokur

Hér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata, jalapeno ásamt cheddar-og havarti ost. Nammii! Ég kaupi nánast alltaf þessa sósu þegar við grillum hamborgara en hún er alveg jafn góð á svona djúsí samlokur. Mæli með að bera fram með óáfengum Corona bjór, hann er virkilega góður.

Read more

Fljótleg bananakaka með hnetusmjörskremi

Fljótleg bananakaka með hnetusmjörskremi

Vel þroskaðir bananar eru auðvitað algjörlega stórkostlegt hráefni í bakstur og ég nýti þá alveg óspart ef bananar eru við það að daga uppi hjá mér. Þessi kaka er ein af okkar uppáhalds á heimilinu og er hér í vegan útgáfu. Það er alveg ótrúlega fljótlegt að henda í þessa og í raun þarf bara eina skál og eina sleif til þess að hræra í deigið. Hún er lungamjúk og djúsí og það er enginn sem fattar að hún sé án dýraafurða þar sem hún lyftir sér mjög vel og molnar ekki eins og margar vegan kökur eiga það til að gera. Ég geri annað hvort rjómaostakrem með henni eða hnetusmjörskrem og það síðarnefnda varð fyrir valinu í dag. Hún helst lengi mjúk og er alveg tilvalin í nestiboxið!

Read more

Djúsí möndlusnúðar með rjómaostakremi

Djúsí möndlusnúðar með rjómaostakremi

Við sem kunnum að meta klassískar möndlukökur með bleiku kremi og allra handa snúða þurfum að baka þessa ansi reglulega! Algjörlega ómótstæðilegir með góðu möndlubragði og djúsí marsípan fyllingu. Snúðarnir eru vegan og ég nota Oatly haframjólkina í þá sem gerir þá alveg fullkomna. Svo auðvitað er haframjólkin ómissandi með nýbökuðum snúðunum en þá er best að hafa hana alveg ískalda, helst við frostmark. Þessa verðið þið bara að prófa!

Read more

Ofureinföld linsusúpa sem kemur öllum á óvart

Ofureinföld linsusúpa sem kemur öllum á óvart

Þetta er súpan / linsurétturinn sem við munum elda í ferðalaginu í sumar! Þú þarft einn pott og hráefnið er þurrvara plús laukur og sítrón sem þarf ekki að vera í kæli, fullkomið til að taka með í langferðalagið og elda á prímusnum svo skemmir ekki hvað hún er næringaþétt og börnin mín og maðurinn minn ELSKA hana! Þegar við höfum eldað hana hér heima höfum við oftast hrísgrjón sem er hittari hjá krökkunum. Hún er ekki bara einföld heldur líka ofboðslega fljótleg.

Read more