Hvítsúkkulaði ostakaka með kókoskexbotni, hvítsúkkulaði ganache og ristuðum kókos

Hvítsúkkulaði ostakaka með kókoskexbotni, hvítsúkkulaði ganache og ristuðum kókos

Kókos og hvítt súkkulaði er ein af mínum uppáhalds bragðsamsetningum (er það ekki annars orð?) og ef við gerum ostaköku þar sem kókos og hvítt súkkulaði er í aðalhlutverki, hvað gæti þá mögulega klikkað? Alls ekkert ef þú spyrð mig!
Ég bæti ekki sætu við fyllinguna né í botninn en mér fannst það alger óþarfi. Hvíta súkkulaðið sér alveg um að halda sætunni uppi. Fyllingin er silkimjúk og að ásettu ráði setti ég heldur ekki matarlím í hana en það má alveg bæta því við ef þið viljið hafa kökuna alveg stífa. Það er áberandi gott kókosbragð af henni en alls ekki of yfirþyrmandi. Kókoskexið sem ég nota í botninn er algerlega stórkostlegt í ostakökur og þið verðið sannarlega ekki svikin af þessari.

Read more

Dúnmjúkir & litríkir vegan kleinuhringir

Dúnmjúkir & litríkir vegan kleinuhringir

Ég hef oft talað um það að hvað mér finnst gaman að gera djúsí og góðar vegan uppskriftir. Í kringum mig eru all mörg börn sem hafa ýmis óþol og ofnæmi og þá er lang einfaldast að útbúa vegan gúmmelaði fyrir krakkana og öll geta þá fengið sér það sama. Ég gerði þessa kleinuhringi um daginn og þeir komu alveg ótrúlega skemmtilega á óvart. Þeir eru mjúkir og bragðgóðir og hægt að leika sér endalaust með skraut og glassúr. Í stað venjulegrar mjólkur notaði ég Oatly haframjólk og það kom vel út, bæði í kleinuhringjunum sjálfum sem og glassúrnum sem ég dýfði þeim í.
Þessa verðið þið bara að prófa!

Read more

Tær grænmetissúpa

Tær grænmetissúpa

Tær grænmetissúpa sem er mögulega einfaldasta súpan þarna úti. Engin krydd nema bara jurtakraftur og svo bragðið af grænmetinu sjálfu. Hægt er að bæta baunum útí hana ef maður vill eins og ég hef gert hér á myndinni sem gerir hana aðeins matmeiri og saðsamari. Án baunanna er hún líka algjörlega frábær, létt í maga og fullkomin súpa til að gefa meltingunni smá hvíld, súpan hentar því vel til að fara mjúklega útúr föstu.

Þú getur valið í raun hvaða grænmeti sem er, jafnvel haft kartöflur eða sætar kartöflur í henni. Ágætt að hafa sem viðmið að vökvinn sem fer í súpunni er sirka tvöfallt rúmmál grænmetissins.

Read more

Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Það er skemmtilegt að sjá hvað sumar matarhugmyndir fara á flug um allt internetið. Þetta döðlunammi er einmitt ein þeirra. Aðferðin er algjörlega brillant, svo einföld og fljótleg svo ég skil vel að hún hafi farið viral en svo eru möguleikarnir við samsetninguna endalausir. Ég er tahini unnandi og elska hvernig poppað quinoa gefur skemmtilega áferð, crunch og smá hnetulegan keim sem gefur namminu skemmtilega fyllingu og karakter. Döðlurnar verða eins og tjúí karamella og eru dísætar svo ég toppaði nammið með 100% súkkulaði. Það er auðvitað hægt að nota hvaða súkkulaði sem er en sætan frá döðlunum nær alveg að núlla allt biturt bragð frá 100% súkkulaðinu.

Read more

Bragðmikil sveppasúpa með timían og chili

Bragðmikil sveppasúpa með timían og chili

Haustið er komið til okkar af fullum krafti og þá er gott að útbúa góðar og kraftmiklar súpur. Þessi er alveg ótrúlega fljótleg og bragðgóð. Inniheldur fá hráefni og er þess utan vegan. Ég nota í hana kryddin frá Organic Liquid en ég mæli alveg sérstaklega með því að nota þau í súpur, sósur og pottrétti. Þessi er alveg fullkomin á köldum haust og vetrardögum, sér í lagi þegar við höfum lítinn tíma og nennum helst ekki að elda.

Read more

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Ég er yfirleitt þessi ofurskynsama týpa sem tekur sér langan tíma í að taka “stórar” ákvarðanir…. Ég hef svo sannarlega fengið hressliega áminningu um að lífið er núna og ég ákvað til tilbreytingar að vera frekar spontant (og mögulega óskynsöm, það á eftir að koma í ljós seinna) og keypti tæplega 30 ára gamlan húsbíl. Okkur hefur lengi dreymt um að ferðast um á “van” eða einhverskonar húsbíl um Svíþjóð svo þetta var ekki alveg útí bláinn hugmynd og vonandi fyrsta skrefið í að láta drauminn rætast. Húsbíll hefur þann kost að hægt er að taka “eldhúsið” með sér á ferðalagið sem er það sem mér finnst svo heillandi og er akkurat það sem ég gerði í sumar og fékk matvinnsluvélin mín að koma með. Ég fyllti skápana af þeim þurrvörum sem bjóða uppá sem flesta möguleika í matargerð og að sjálfsögðu hráefni sem bauð uppá kúlugerð. Þessi uppskrift varð til í húsbílnum og varð alveg óvart galið góð, sú besta sem Raggi hafði smakkað svo mig langar endilega að deila henni með ykkur.

Read more