Einföld eplabaka með kanil og kardimommum

Einföld eplabaka með kanil og kardimommum

Galette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða of harður. Bakan er alls ekki of sæt og býður upp á marga möguleika. Það væri hægt að strá söxuðum hnetum yfir hana undir lok bökunartímans t.d eða dreifa smá karamellusósu yfir. Ég toppa hana með dásamlegu vanillusósunni frá Oatly en hún er alveg ómissandi með eplabökum og svo góð þegar hún hefur verið þeytt.

Read more

Ofurgott taco með andaconfit

Ofurgott taco með andaconfit

Ég segi það aldrei nógu oft en ég elska tacos og hér kemur uppskrift að taco með andaconfit. Þetta er í fyrsta skipti sem ég útbý slíkt taco og halelúja hvað það bragðast vel! Mission tortillur fylltar með rauðkálshrásalati með smá appelsínu twisti, granatepla salsa og fetaosti eru jólalegar og bragðgóðar og einfaldar að útbúa. Passar virkilega vel með ísköldum Corona bjór og mun slá gegn í matarboðunum á aðventunni.

Read more