Blaut súkkulaðikaka með Milka Daim

  ,   

nóvember 18, 2020

Heit súkkulaðikaka með blautri miðju.

  • Fyrir: 6

Hráefni

170 g smjör

240 g Milka Daim súkkulaði

80 g 70% súkkulaði

3 egg

2 eggjarauður

50 g hveiti

90 g flórsykur

½ tsk. salt

Súkkulaðisósa (sjá uppskrift að neðan)

Ís og rifsber til skrauts

PAM matarolíusprey

Súkkulaðisósa

100 g Milka Daim súkkulaði

3 msk. rjómi

Leiðbeiningar

1Bræðið smjör og báðar tegundir af súkkulaði saman í vatnsbaði, leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.

2Þeytið egg og eggjarauður þar til blandan verður létt og ljós, hellið þá súkkulaðiblöndunni varlega saman við.

3Sigtið hveiti, flórsykur og salt yfir skálina og vefjið varlega saman við súkkulaðiblönduna þar til vel blandað.

4Spreyið formin vel að innan með matarolíuspreyi og fyllið um ¾ af forminu.

5Bakið við 210°C í 13-15 mínútur.

6Leyfið kökunum aðeins að kólna niður og setjið þá ískúlu, súkkulaðisósu og rifsber á hverja köku. Einnig er hátíðlegt og fallegt að sigta örlítinn flórsykur yfir allt í lokin.

Súkkulaðisósa

1Bræðið saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið (Daim bitarnir bráðna þó ekki).

2Leyfið aðeins að kólna áður en þið hellið yfir ískúluna á kökunni.

Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Mjúkir kanilsnúðar með Dumle karamellusósu.

OREO bollakökur

Æðislegar bollakökur með OREO smjörkremi.

OREO rjómaostakúlur

Ómótstæðilegar rjómaosta OREO kúlur með mjúku Milka súkkulaði. Aðeins 3 hráefni!