fbpx

Blaut súkkulaðikaka með Milka Daim

Heit súkkulaðikaka með blautri miðju.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 170 g smjör
 240 g Milka Daim súkkulaði
 80 g 70% súkkulaði
 3 egg
 2 eggjarauður
 50 g hveiti
 90 g flórsykur
 ½ tsk. salt
 Súkkulaðisósa (sjá uppskrift að neðan)
 Ís og rifsber til skrauts
 PAM matarolíusprey
Súkkulaðisósa
 100 g Milka Daim súkkulaði
 3 msk. rjómi

Leiðbeiningar

1

Bræðið smjör og báðar tegundir af súkkulaði saman í vatnsbaði, leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.

2

Þeytið egg og eggjarauður þar til blandan verður létt og ljós, hellið þá súkkulaðiblöndunni varlega saman við.

3

Sigtið hveiti, flórsykur og salt yfir skálina og vefjið varlega saman við súkkulaðiblönduna þar til vel blandað.

4

Spreyið formin vel að innan með matarolíuspreyi og fyllið um ¾ af forminu.

5

Bakið við 210°C í 13-15 mínútur.

6

Leyfið kökunum aðeins að kólna niður og setjið þá ískúlu, súkkulaðisósu og rifsber á hverja köku. Einnig er hátíðlegt og fallegt að sigta örlítinn flórsykur yfir allt í lokin.

Súkkulaðisósa
7

Bræðið saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið (Daim bitarnir bráðna þó ekki).

8

Leyfið aðeins að kólna áður en þið hellið yfir ískúluna á kökunni.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

 170 g smjör
 240 g Milka Daim súkkulaði
 80 g 70% súkkulaði
 3 egg
 2 eggjarauður
 50 g hveiti
 90 g flórsykur
 ½ tsk. salt
 Súkkulaðisósa (sjá uppskrift að neðan)
 Ís og rifsber til skrauts
 PAM matarolíusprey
Súkkulaðisósa
 100 g Milka Daim súkkulaði
 3 msk. rjómi

Leiðbeiningar

1

Bræðið smjör og báðar tegundir af súkkulaði saman í vatnsbaði, leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.

2

Þeytið egg og eggjarauður þar til blandan verður létt og ljós, hellið þá súkkulaðiblöndunni varlega saman við.

3

Sigtið hveiti, flórsykur og salt yfir skálina og vefjið varlega saman við súkkulaðiblönduna þar til vel blandað.

4

Spreyið formin vel að innan með matarolíuspreyi og fyllið um ¾ af forminu.

5

Bakið við 210°C í 13-15 mínútur.

6

Leyfið kökunum aðeins að kólna niður og setjið þá ískúlu, súkkulaðisósu og rifsber á hverja köku. Einnig er hátíðlegt og fallegt að sigta örlítinn flórsykur yfir allt í lokin.

Súkkulaðisósa
7

Bræðið saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið (Daim bitarnir bráðna þó ekki).

8

Leyfið aðeins að kólna áður en þið hellið yfir ískúluna á kökunni.

Blaut súkkulaðikaka með Milka Daim

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…