Það eru alltaf einhver ný „trend“ í matarbloggheiminum og þetta er klárlega nýjasta nýtt! Ég hef gert ýmsar ídýfur með rjómaosti en aldrei neitt svona súper einfalt og gott!

Það eru alltaf einhver ný „trend“ í matarbloggheiminum og þetta er klárlega nýjasta nýtt! Ég hef gert ýmsar ídýfur með rjómaosti en aldrei neitt svona súper einfalt og gott!
Hér kemur uppskrift að gómsætum ofnbökuðum kjúklingalærum með ferskum kryddjurtum, hvítlauk, sítrónu og chili. Kjúklingurinn er borinn fram með krömdum kartöflum, kaldri parmesan sósu og fersku salati. Ó svo ferskt og gott!
Hér er uppskrift að afar góðu sesarsalati. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj P olíu, heimagerða súrdeigsbrauðteninga, sesarsósu og parmesan ost. Það er einnig gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó.
Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er mín útgáfa sem ég deili með ykkur. Sítrónusafinn í maríneringunni veldur því að laxinn eldast í rauninni án þess að nota hita líkt og við ceviche gerð. Það er smá dútl í kringum þetta en sannarlega þess virði.
Einfalt og gott salat er eitthvað sem maður ætti að útbúa í hverri viku. Smjörsteiktar maísbaunir voru smá tilraun hjá mér og namm hvað það var skemmtileg tilbreyting!
Brauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan se getur verið einstaklega þægilegt í veisluundirbúningi eða til að eiga tilbúna eftir annríkan vinnudag. Fyllinguna er einnig hægt að setja inní tartalettur sem við gerum alltaf um jólin.
Ostasalöt eru oft vinsæl á veisluborði. Um helgina var haldið uppá 90 ára afmæli hjá ömmu minni og kom öll fjölskyldan saman, allir hennar 36 afkomendur, makar og tengdafjölskylda. Amma sjálf hefur alltaf verið þekkt fyrir að sýna ást sína með mat og enginn kemur í heimsókn til hennar nema fara þaðan pakksaddur. Afkomendurnir hafa svolítið erft þetta frá henni og var veislan því einhverskonar pálínuboð á sterum. Í síðustu viku ákvað ég að prófa mig áfram með vegan útgáfu af klassísku ostasalati og mér fannst það heppnast svo vel að það fékk að koma með í veisluna hennar ömmu.
Hér er á ferð ótrúlega einfalt hnetunammi eða orkukubbar, sem er einstaklega fljótlegt að skella í þar sem maður malar hráefnið bara niður og klessir svo í form og sker svo í kubba eftir kælingu. Kakósmjörið gerir það að verkum að þeir harðna í frysti og tolla saman. Ég viðurkenni að í hvert sinn sem ég hef gert þá hugsa ég alltaf um það hversu skemmtilegir þeir væru á svona bakka með berjum, kókoskúlum og kannski kasjúosti og grænmeti, þið vitið á svona partýbakka. Ég hef aldrei náð svo langt þar sem þeir hverfa áður en ég næ að gera ostinn eða kaupa berin en þetta er allavega hugmynd svona ef einhver er að fara að halda boð.
Lúxus morgunverður þarf ekki alltaf að kosta mikla fyrirhöfn. Þessi hérna samsetning myndi sóma sér hvar sem er, hvenær sem er og ekki er verra að þetta er allt hollt, gott og næringarríkt!