fbpx

Aspasbrauðréttur

Brauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan se getur verið einstaklega þægilegt í veisluundirbúningi eða til að eiga tilbúna eftir annríkan vinnudag. Fyllinguna er einnig hægt að setja inní tartalettur sem við gerum alltaf um jólin.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 msk olía
 6 msk sléttar af hveiti
 1 stk teningur jurtakraftur
 5 stk dósir hvítur aspas
 1,50 stk safi úr 1,5 dós af aspasinum
 2 stk pelar Oatly iMat rjóma
 1 askja rjómaostur Oatly
 1 tsk sítrónupipar
 ¼ tsk hvítur pipar
 ½ tsk jurtasalt
 10 stk brauðsneiðar

Leiðbeiningar

1

Bakið upp hveitijafning með því að hita olíuna ásamt hveitinu í potti, passið að hræra vel allan tíman.

2

Þegar hveitið og olían er farið að þykkna bætið þá aspassafa útí smátt og smátt og hrærið allan tíman. Þegar vökvanum er bætt útí þykknar hveitijafningurinn fyrst í kekki en jafnar sig svo með meiri vökva.

3

Rjóma og rjómaosti er svo bætt útí ásamt aspasinum og kryddum.

4

Leyfið þessu að malla í ca 15 mínútur eða lengur. Smakkið til og saltið eða bætið við kryddum eftir smekk.

5

Skerið niður brauðsneiðarnar í minni bita og komið fyrir í eldfast mót. Hellið svo aspasjafningnum yfir og blandið saman við brauðbitana.

6

Bakið í ofni við 180°C í 20mínútur. Hækkið svo hitann í 200°C og bakið í 5 mínútur í viðbót.

Verði ykkur að góðu.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 msk olía
 6 msk sléttar af hveiti
 1 stk teningur jurtakraftur
 5 stk dósir hvítur aspas
 1,50 stk safi úr 1,5 dós af aspasinum
 2 stk pelar Oatly iMat rjóma
 1 askja rjómaostur Oatly
 1 tsk sítrónupipar
 ¼ tsk hvítur pipar
 ½ tsk jurtasalt
 10 stk brauðsneiðar

Leiðbeiningar

1

Bakið upp hveitijafning með því að hita olíuna ásamt hveitinu í potti, passið að hræra vel allan tíman.

2

Þegar hveitið og olían er farið að þykkna bætið þá aspassafa útí smátt og smátt og hrærið allan tíman. Þegar vökvanum er bætt útí þykknar hveitijafningurinn fyrst í kekki en jafnar sig svo með meiri vökva.

3

Rjóma og rjómaosti er svo bætt útí ásamt aspasinum og kryddum.

4

Leyfið þessu að malla í ca 15 mínútur eða lengur. Smakkið til og saltið eða bætið við kryddum eftir smekk.

5

Skerið niður brauðsneiðarnar í minni bita og komið fyrir í eldfast mót. Hellið svo aspasjafningnum yfir og blandið saman við brauðbitana.

6

Bakið í ofni við 180°C í 20mínútur. Hækkið svo hitann í 200°C og bakið í 5 mínútur í viðbót.

Verði ykkur að góðu.

Aspasbrauðréttur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…