fbpx

Heslihnetukubbar

Hér er á ferð ótrúlega einfalt hnetunammi eða orkukubbar, sem er einstaklega fljótlegt að skella í þar sem maður malar hráefnið bara niður og klessir svo í form og sker svo í kubba eftir kælingu. Kakósmjörið gerir það að verkum að þeir harðna í frysti og tolla saman. Ég viðurkenni að í hvert sinn sem ég hef gert þá hugsa ég alltaf um það hversu skemmtilegir þeir væru á svona bakka með berjum, kókoskúlum og kannski kasjúosti og grænmeti, þið vitið á svona partýbakka. Ég hef aldrei náð svo langt þar sem þeir hverfa áður en ég næ að gera ostinn eða kaupa berin en þetta er allavega hugmynd svona ef einhver er að fara að halda boð.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 g poki lífrænar heslihnetur frá Rapunzel, ca 3 dl
 1 dl pekanhnetur
 10 stk ferskar steinhreinsaðar döðlur
 1 msk carob duft (hægt að sleppa eða skipta út fyrir kakó)
 1 msk kakó
 2 msk bráðið kakósmjör, ég nota lífrænt frá Rapunzel
 1 hnetusmjör, fyrir þá sem elska hnetusmjör er vissulega hægt að setja meira, ég nota lífrænt frá Rapunzel og það er vissulega hægt að skipta hnetusmjöri út fyrir möndlusmjör eða annarskonar trjáhnetusmjör.

Leiðbeiningar

1

Eftir að búið er að steinhreinsa dölurnar er öllu skellt í matvinnsluvél og malað niður í kurl. psst.. þetta klístraða kurl er líka hægt að nota sem múslíkurl útá smoothie skál….

2

Kurlinu er svo komið fyrir í ílát/form og þjappað vel svo það myndi þéttan massa. Ég nota stærri týpuna af glernestisboxum frá ikea. Ágætt er að setja bökunarpappír í botinn svo auðveldara sé að ná namminu úr forminu.

3

Skellið forminu inní frysti og æfið þolinmæðina. Nammið er tilbúið eftir ca. 1 klst.

4

Takið útúr frysti og skerið í bita og njótið. Geymist best í frysti.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 g poki lífrænar heslihnetur frá Rapunzel, ca 3 dl
 1 dl pekanhnetur
 10 stk ferskar steinhreinsaðar döðlur
 1 msk carob duft (hægt að sleppa eða skipta út fyrir kakó)
 1 msk kakó
 2 msk bráðið kakósmjör, ég nota lífrænt frá Rapunzel
 1 hnetusmjör, fyrir þá sem elska hnetusmjör er vissulega hægt að setja meira, ég nota lífrænt frá Rapunzel og það er vissulega hægt að skipta hnetusmjöri út fyrir möndlusmjör eða annarskonar trjáhnetusmjör.

Leiðbeiningar

1

Eftir að búið er að steinhreinsa dölurnar er öllu skellt í matvinnsluvél og malað niður í kurl. psst.. þetta klístraða kurl er líka hægt að nota sem múslíkurl útá smoothie skál….

2

Kurlinu er svo komið fyrir í ílát/form og þjappað vel svo það myndi þéttan massa. Ég nota stærri týpuna af glernestisboxum frá ikea. Ágætt er að setja bökunarpappír í botinn svo auðveldara sé að ná namminu úr forminu.

3

Skellið forminu inní frysti og æfið þolinmæðina. Nammið er tilbúið eftir ca. 1 klst.

4

Takið útúr frysti og skerið í bita og njótið. Geymist best í frysti.

Verði ykkur að góðu.

Heslihnetukubbar

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og…
MYNDBAND
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.