fbpx

Poke skál með marineruðum laxi, edamame baunum og chili mæjó

Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er mín útgáfa sem ég deili með ykkur. Sítrónusafinn í maríneringunni veldur því að laxinn eldast í rauninni án þess að nota hita líkt og við ceviche gerð. Það er smá dútl í kringum þetta en sannarlega þess virði.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Poke skálin
 1 stk skammtur Sushi hrísgrjón frá Blue dragon
 250 g ferskur lax, skorinn í litla teninga
 1 stk skammtur marinering á laxinn
 Agúrka, skorin í þunnar sneiðar
 Avocado í sneiðum
 Gulrót skorin í þunnar sneiðar
 Kasjúhnetur saxaðar
 Edamame baunir, snöggsoðnar
 Chili majó
Sushi hrísgrjón
 2 bollar sushi hrísgrjón frá Blue Dragon
 2 bollar vatn
 4 tsk sykur
 ½ tsk sjávarsalt
Marinering á lax
 1 stk hvítlauksrif marið
 1 tsk rifið ferskt engifer
 2 msk mírin
 2 msk sojasósa
 1 stk safi úr sítrónunni
 1 msk sesamolía
 1 msk hrísgrjónaedik frá Blue Dragon
 2 stk vorlaukar, græni hlutinn fínt saxaður
Chili mæjó
 1 dl majónes
 1 msk Sriracha sósa

Leiðbeiningar

Poke skál
1

Útbúið sushi hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.

2

Útbúið maríneringuna á laxinn. Skerið laxinn í teninga og hellið maríneringunni yfir. Setjið í kæli.

3

Skerið grænmetið, snöggsjóðið edamame baunir og útbúið chili mæjó.

4

Setjið sushi hrísgrjón eftir smekk í skálar, toppið með laxi, grænmeti, baunum og toppið með chili mæjó.

Sushi hrísgrjón
5

Setjið ósoðin hrísgrjón í sigti og skolið undir köldu vatni þar til vatnið verður tært. Setjið hrísgrjónin í pott ásamt köldu vatni og leggið í bleyti í 30 mín.

6

Látið vatnið renna af hrísgrjónunum og setjið 2 bolla af vatni í pottinn og setjið á hellu og kveikið undir. Þegar grjónin fara að sjóða lækkið undir þeim niður í lægsta hita og sjóðið í 15 mín. Varist að opna pottinn á meðan. Slökkvið undir og látið hrísgrjónin bíða í 15 mín án þess að taka lokið af.

7

Setjið hrísgrjónaedik, sykur og salt í litla skál og hitið í örbylgjuofni þar til sykurinn er uppleystur. Hellið yfir tilbúin hrísgrjónin og veltið þeim fram og til baka þar til edikið hefur dreifst um þau.

Marinering á lax
8

Blandið öllu saman í skál. Setjið laxabitana í skál og hellið maríneringunni yfir. Látið marínerast í kæli í 40 mín. Ekki þó lengur en 60 mín.

Chili mæjó
9

Majónes og Sriracha sósa hrært saman og sett yfir skálina í lokin.


Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Poke skálin
 1 stk skammtur Sushi hrísgrjón frá Blue dragon
 250 g ferskur lax, skorinn í litla teninga
 1 stk skammtur marinering á laxinn
 Agúrka, skorin í þunnar sneiðar
 Avocado í sneiðum
 Gulrót skorin í þunnar sneiðar
 Kasjúhnetur saxaðar
 Edamame baunir, snöggsoðnar
 Chili majó
Sushi hrísgrjón
 2 bollar sushi hrísgrjón frá Blue Dragon
 2 bollar vatn
 4 tsk sykur
 ½ tsk sjávarsalt
Marinering á lax
 1 stk hvítlauksrif marið
 1 tsk rifið ferskt engifer
 2 msk mírin
 2 msk sojasósa
 1 stk safi úr sítrónunni
 1 msk sesamolía
 1 msk hrísgrjónaedik frá Blue Dragon
 2 stk vorlaukar, græni hlutinn fínt saxaður
Chili mæjó
 1 dl majónes
 1 msk Sriracha sósa

Leiðbeiningar

Poke skál
1

Útbúið sushi hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.

2

Útbúið maríneringuna á laxinn. Skerið laxinn í teninga og hellið maríneringunni yfir. Setjið í kæli.

3

Skerið grænmetið, snöggsjóðið edamame baunir og útbúið chili mæjó.

4

Setjið sushi hrísgrjón eftir smekk í skálar, toppið með laxi, grænmeti, baunum og toppið með chili mæjó.

Sushi hrísgrjón
5

Setjið ósoðin hrísgrjón í sigti og skolið undir köldu vatni þar til vatnið verður tært. Setjið hrísgrjónin í pott ásamt köldu vatni og leggið í bleyti í 30 mín.

6

Látið vatnið renna af hrísgrjónunum og setjið 2 bolla af vatni í pottinn og setjið á hellu og kveikið undir. Þegar grjónin fara að sjóða lækkið undir þeim niður í lægsta hita og sjóðið í 15 mín. Varist að opna pottinn á meðan. Slökkvið undir og látið hrísgrjónin bíða í 15 mín án þess að taka lokið af.

7

Setjið hrísgrjónaedik, sykur og salt í litla skál og hitið í örbylgjuofni þar til sykurinn er uppleystur. Hellið yfir tilbúin hrísgrjónin og veltið þeim fram og til baka þar til edikið hefur dreifst um þau.

Marinering á lax
8

Blandið öllu saman í skál. Setjið laxabitana í skál og hellið maríneringunni yfir. Látið marínerast í kæli í 40 mín. Ekki þó lengur en 60 mín.

Chili mæjó
9

Majónes og Sriracha sósa hrært saman og sett yfir skálina í lokin.

Poke skál með marineruðum laxi, edamame baunum og chili mæjó

Aðrar spennandi uppskriftir