Þessar rækjur eru dásamlegar, bæði djúsí og smá „spæsí“ um leið og hvítlaukssósan mildar þetta og fullkomnar síðan allt.

Þessar rækjur eru dásamlegar, bæði djúsí og smá „spæsí“ um leið og hvítlaukssósan mildar þetta og fullkomnar síðan allt.
Það þarf ekki að vera flókið til að vera gott! Ég elska þegar eitthvað svona einfalt slær algjörlega í gegn. Það tekur enga stund að smella í þessa dásemd og til þess að flýta enn frekar fyrir getið þið keypt niðurskorinn silung/lax. Rjómaostur með lauk fullkomnar þetta síðan allt saman!
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir stærri hóp. Tandoori marineringin frá Patak‘s leikur hér stórt hlutverk enda dásamleg þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í indverskri eldamennsku.
Marineraðar tígrisrækjur í mjúkum tortilla vefjum með fullt af grænmeti og geggjaðri hot chili sósu sem er sæt, pínulítið súr og passar svakalega vel með rækjunum.
Gómsæt ostakúla úr Philadelphia rjómaosti með sweet chili, rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum, pimiento papriku og ristuðum pekanhnetum. Undursamleg blanda sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Svo er hún geggjuð á ostabakkann um áramótin.
Klassísk og ljúffeng humarsúpa og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Þessi humarsúpa er frábær forréttur, en ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.
Hinn fullkomni forréttur til að deila með góðum vinum.
Ristaðar bruschettur með hvítlauksrjómaosti frá Philadelphia. Ekta til þess að bera fram í matarboðum, saumaklúbbshittingum eða sem meðlæti með góðu pasta.
Tataki er japönsk matreiðsluaðferð. Þessi réttur er frábær sem forréttur.