fbpx

Mexíkóskt tígrisrækju taco með hot chili sósu, lárperu og grænmeti

Marineraðar tígrisrækjur í mjúkum tortilla vefjum með fullt af grænmeti og geggjaðri hot chili sósu sem er sæt, pínulítið súr og passar svakalega vel með rækjunum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 660 g Tígrisrækja frá Sælkerafisk
 1,50 tsk Reykt paprika
 1,50 tsk Cumin
 2 stk Hvítlauksrif
 20 stk Mission Street Food Tacos
 1 stk Heinz Hot Chili sósa
 1 stk Heinz Seriously Good Majónes
 300 g Rauðkál og/eða hvítkál
 2 stk Lárpera
 5 stk Radísur
 250 g Smátómatar
 1 stk Rauðlaukur
 150 g Salatostur
 Kóríander eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Afþýðið rækjur og setjið í skál með olíu, reyktri papriku, cumin og 1,5 tsk af flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

2

Sneiðið rauðkál/hvítkál mjög þunnt, helst með mandolíni (farið varlega!). Skerið tómata í litla bita ásamt rauðlauk. Myljið salatost. Sneiðið radísur þunnt.

3

Hitið tortilla vefjur á heitri pönnu í um 20 sek á hvorri hlið. Pakkið vefjunum inn í hreint viskastykki svo þær haldist heitar og mjúkar.

4

Steikið rækjur við háan hita í um 1,5 mín á hvorri hlið. Smakkið til með salti ef þarf.

5

Sneiðið lárperu og saxið kóríander eftir smekk.

6

Smyrjið majónesi í tortilla vefjurnar og raðið svo káli, rækjum, Heinz Hot Chilli sósu, grænmeti, lárperu og osti í þær. Toppið með kóríander eftir smekk.


DeilaTístaVista

Hráefni

 660 g Tígrisrækja frá Sælkerafisk
 1,50 tsk Reykt paprika
 1,50 tsk Cumin
 2 stk Hvítlauksrif
 20 stk Mission Street Food Tacos
 1 stk Heinz Hot Chili sósa
 1 stk Heinz Seriously Good Majónes
 300 g Rauðkál og/eða hvítkál
 2 stk Lárpera
 5 stk Radísur
 250 g Smátómatar
 1 stk Rauðlaukur
 150 g Salatostur
 Kóríander eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Afþýðið rækjur og setjið í skál með olíu, reyktri papriku, cumin og 1,5 tsk af flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

2

Sneiðið rauðkál/hvítkál mjög þunnt, helst með mandolíni (farið varlega!). Skerið tómata í litla bita ásamt rauðlauk. Myljið salatost. Sneiðið radísur þunnt.

3

Hitið tortilla vefjur á heitri pönnu í um 20 sek á hvorri hlið. Pakkið vefjunum inn í hreint viskastykki svo þær haldist heitar og mjúkar.

4

Steikið rækjur við háan hita í um 1,5 mín á hvorri hlið. Smakkið til með salti ef þarf.

5

Sneiðið lárperu og saxið kóríander eftir smekk.

6

Smyrjið majónesi í tortilla vefjurnar og raðið svo káli, rækjum, Heinz Hot Chilli sósu, grænmeti, lárperu og osti í þær. Toppið með kóríander eftir smekk.

Mexíkóskt tígrisrækju taco með hot chili sósu, lárperu og grænmeti

Aðrar spennandi uppskriftir