fbpx

Hvítlauksfylltir sveppir með tígrisrækjum

Stundum er gaman að nostra aðeins við smárétti og hér kemur einn sem væri tilvalinn fyrir Bóndadaginn.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk Pakkning af tígrisrækjum frá Sælkerafisk
 4 msk Caj P grillolía með hvítlauk
 300 g Sveppir
 ½ stk laukur
 4 stk hvítlauksrif
 1 msk timian (saxað)
 ½ stk hvítlauks kryddostur
 1 msk rjómaostur
 1 msk smjör
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið vel, leggið í marineringu í Caj P olíunni á meðan annað er undirbúið.

2

Fjarlægið stöngulinn úr sveppunum og skafið innan úr þeim aðeins betur, saxið allt sem þið takið innan úr + stönglana smátt niður.

3

Hitið ofninn í 210°C og raðið holuðu sveppunum á bökunarplötu.

4

Saxið laukinn smátt og steikið upp úr smjöri ásamt því sem kom innan úr sveppunum og bætið hvítlauk og timian saman við í lokin. Steikið þar til allt er orðið mjúkt og kryddið eftir smekk.

5

Rífið þá kryddostinn og bætið á pönnuna ásamt rjómaostinum, hrærið saman í kássu stutta stund og slökkvið á hellunni.

6

Fyllið sveppina með blöndunni og komið einni rækju fyrir ofan á, setjið svo inn í ofn í um 10 mínútur eða þar til rækjurnar verða bleikar.

7

Mæli með að njóta með góðu hvítvíni.


DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk Pakkning af tígrisrækjum frá Sælkerafisk
 4 msk Caj P grillolía með hvítlauk
 300 g Sveppir
 ½ stk laukur
 4 stk hvítlauksrif
 1 msk timian (saxað)
 ½ stk hvítlauks kryddostur
 1 msk rjómaostur
 1 msk smjör
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Affrystið rækjurnar, skolið og þerrið vel, leggið í marineringu í Caj P olíunni á meðan annað er undirbúið.

2

Fjarlægið stöngulinn úr sveppunum og skafið innan úr þeim aðeins betur, saxið allt sem þið takið innan úr + stönglana smátt niður.

3

Hitið ofninn í 210°C og raðið holuðu sveppunum á bökunarplötu.

4

Saxið laukinn smátt og steikið upp úr smjöri ásamt því sem kom innan úr sveppunum og bætið hvítlauk og timian saman við í lokin. Steikið þar til allt er orðið mjúkt og kryddið eftir smekk.

5

Rífið þá kryddostinn og bætið á pönnuna ásamt rjómaostinum, hrærið saman í kássu stutta stund og slökkvið á hellunni.

6

Fyllið sveppina með blöndunni og komið einni rækju fyrir ofan á, setjið svo inn í ofn í um 10 mínútur eða þar til rækjurnar verða bleikar.

7

Mæli með að njóta með góðu hvítvíni.

Hvítlauksfylltir sveppir með tígrisrækjum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
FiskborgariFiskborgari fyrir 4 manns sem verður í boði á Fiskideginum Mikla 2023 á Dalvík.