Print Options:
Mexíkóskt tígrisrækju taco með hot chili sósu, lárperu og grænmeti

Magn1 skammtur

Marineraðar tígrisrækjur í mjúkum tortilla vefjum með fullt af grænmeti og geggjaðri hot chili sósu sem er sæt, pínulítið súr og passar svakalega vel með rækjunum.

 660 g Tígrisrækja frá Sælkerafisk
 1,50 tsk Reykt paprika
 1,50 tsk Cumin
 2 stk Hvítlauksrif
 20 stk Mission Street Food Tacos
 1 stk Heinz Hot Chili sósa
 1 stk Heinz Seriously Good Majónes
 300 g Rauðkál og/eða hvítkál
 2 stk Lárpera
 5 stk Radísur
 250 g Smátómatar
 1 stk Rauðlaukur
 150 g Salatostur
 Kóríander eftir smekk
1

Afþýðið rækjur og setjið í skál með olíu, reyktri papriku, cumin og 1,5 tsk af flögusalti. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

2

Sneiðið rauðkál/hvítkál mjög þunnt, helst með mandolíni (farið varlega!). Skerið tómata í litla bita ásamt rauðlauk. Myljið salatost. Sneiðið radísur þunnt.

3

Hitið tortilla vefjur á heitri pönnu í um 20 sek á hvorri hlið. Pakkið vefjunum inn í hreint viskastykki svo þær haldist heitar og mjúkar.

4

Steikið rækjur við háan hita í um 1,5 mín á hvorri hlið. Smakkið til með salti ef þarf.

5

Sneiðið lárperu og saxið kóríander eftir smekk.

6

Smyrjið majónesi í tortilla vefjurnar og raðið svo káli, rækjum, Heinz Hot Chilli sósu, grænmeti, lárperu og osti í þær. Toppið með kóríander eftir smekk.