Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Hið víðfræga “Date bark” með quinoa poppi og tahini

Það er skemmtilegt að sjá hvað sumar matarhugmyndir fara á flug um allt internetið. Þetta döðlunammi er einmitt ein þeirra. Aðferðin er algjörlega brillant, svo einföld og fljótleg svo ég skil vel að hún hafi farið viral en svo eru möguleikarnir við samsetninguna endalausir. Ég er tahini unnandi og elska hvernig poppað quinoa gefur skemmtilega áferð, crunch og smá hnetulegan keim sem gefur namminu skemmtilega fyllingu og karakter. Döðlurnar verða eins og tjúí karamella og eru dísætar svo ég toppaði nammið með 100% súkkulaði. Það er auðvitað hægt að nota hvaða súkkulaði sem er en sætan frá döðlunum nær alveg að núlla allt biturt bragð frá 100% súkkulaðinu.

Read more

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Pekanhnetukúlur með möndlusmjöri og kanil

Ég er yfirleitt þessi ofurskynsama týpa sem tekur sér langan tíma í að taka “stórar” ákvarðanir…. Ég hef svo sannarlega fengið hressliega áminningu um að lífið er núna og ég ákvað til tilbreytingar að vera frekar spontant (og mögulega óskynsöm, það á eftir að koma í ljós seinna) og keypti tæplega 30 ára gamlan húsbíl. Okkur hefur lengi dreymt um að ferðast um á “van” eða einhverskonar húsbíl um Svíþjóð svo þetta var ekki alveg útí bláinn hugmynd og vonandi fyrsta skrefið í að láta drauminn rætast. Húsbíll hefur þann kost að hægt er að taka “eldhúsið” með sér á ferðalagið sem er það sem mér finnst svo heillandi og er akkurat það sem ég gerði í sumar og fékk matvinnsluvélin mín að koma með. Ég fyllti skápana af þeim þurrvörum sem bjóða uppá sem flesta möguleika í matargerð og að sjálfsögðu hráefni sem bauð uppá kúlugerð. Þessi uppskrift varð til í húsbílnum og varð alveg óvart galið góð, sú besta sem Raggi hafði smakkað svo mig langar endilega að deila henni með ykkur.

Read more

Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri saltkaramellu

Guðdómleg bökuð ostakaka með heimagerðri saltkaramellu

Það er ekki algengt að sjá bakaðar ostakökur á íslenskum veisluborðum, mig grunar að það sé vegna þess að þær geta verið svolítið tímafrekar en afraksturinn er algjörlega stórkostlegur og alveg þess virði að dútla við gerð þeirra. Þessi er alveg hreint sjúkleg, í botninn nota ég hafrakexið frá Nairn‘s með saltkaramellunni. Fyllingin er klassísk vanillu ostakaka og á toppinn smyr ég heimagerðri saltkaramellu sem fátt toppar. Þið verðið að prófa þessa fyrir næstu veislu eða saumaklúbbana sem fara að hefja göngu sína aftur eftir gott sumarfrí!

Read more

Grillaðar eftirrétta tortillur með súkkulaðismjöri

Grillaðar eftirrétta tortillur með súkkulaðismjöri

Eftir góða grill máltíð í góðu veðri vantar okkur oft eitthvað smá sætt í lokin. Þarf ekki að vera stórt, flókið eða mikið en bara eitthvað smá djúsí. Þessar tortillur eru eitthvað annað góðar og ótrúlega einfaldar og fljótlegar. Þær eru einnig vegan og henta því flestum. Nokkur einföld hráefni þarf og svo bara beint á grillið. Það má bera þær fram einar og sér en þær eru einnig gómsætar með ferskum ávöxtum og ís

Read more

Besta súkkulaðisósan, lífræn í þokkabót

Besta súkkulaðisósan, lífræn í þokkabót

Besta súkkulaðisósa heims og lífræn í þokkabót. Þrátt fyrir að vera “hollari” týpan af súkkulaðisósu af hráefnum að dæma þá slær hún öllum öðrum við. Hnetusmjörið er ómissandi í hana en það gefur henni einstakan karakter. Þessa geri ég gjarnan með ávaxtasalati eða útá amerískar pönnukökur eða vöfflur og svo er hún líka þrælgóð útá ís hvort sem það er klássískur vanilluís eða hollari týpa úr frosnum bönunum. Þetta er svona mín “go to” sósa með öllu sem kallar á súkkulaðisósu. Mæli svo með að setja afganginn í konfektmolaform eða súkkulaðiplötuform og toppa með möndlukurli, mórberjum, kókos eða poppuðu quinoa eða í raun bara einhverju sem gefur smá crunch og setja í frysti… en það gæti reyndar orðið challange að eiga afgang.

Read more