fbpx

Grillaðar eftirrétta tortillur með súkkulaðismjöri

Eftir góða grill máltíð í góðu veðri vantar okkur oft eitthvað smá sætt í lokin. Þarf ekki að vera stórt, flókið eða mikið en bara eitthvað smá djúsí. Þessar tortillur eru eitthvað annað góðar og ótrúlega einfaldar og fljótlegar. Þær eru einnig vegan og henta því flestum. Nokkur einföld hráefni þarf og svo bara beint á grillið. Það má bera þær fram einar og sér en þær eru einnig gómsætar með ferskum ávöxtum og ís

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 6 stk lífrænar tortillur – 20cm
 1 stk bionella súkkulaðismjör frá Rapunzel
 1 stk gróft hnetusmjör frá Rapunzel
 2 msk cristallino hrásykur frá Rapunzel
 fersk jarðarber í sneiðum
 banani í sneiðum
 vegan smjör
 kanill

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita grillið ef það er ekki heitt nú þegar.

2

Skerið jarðarberin og bananana í sneiðar, smyrjið annan helminginn af tortillunni með súkkulaðismjörinu og hinn með hnetusmjörinu. Magnið af hvoru fer eftir smekk hvers og eins.

3

Raðið bönunum og jarðarberjum á annan helminginn og lokið tortillunni með því að leggja hana saman í miðjunni og þá verður þetta eins og hálfmáni.

4

Bræðið vegan smjörið og penslið aðra hliðina með því og stráið kanilsykri yfir.

5

Raðið tortillunum á fat og farið með tortillurnar að grillinu. Leggið þær með smjör hliðina niður á heitar grindurnar og penslið hliðina sem snýr upp með smjörinu og stráið kanilsykri yfir. Grillið þar til tortillurnar fara að taka á sig góðan lit og snúið þá við.

6

Mér finnst gott að skera þær í tvennt og raða þeim á fat.
Berið fram með því sem ykkur finnst passa best.


Uppskrift eftir Völlu

Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 6 stk lífrænar tortillur – 20cm
 1 stk bionella súkkulaðismjör frá Rapunzel
 1 stk gróft hnetusmjör frá Rapunzel
 2 msk cristallino hrásykur frá Rapunzel
 fersk jarðarber í sneiðum
 banani í sneiðum
 vegan smjör
 kanill

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita grillið ef það er ekki heitt nú þegar.

2

Skerið jarðarberin og bananana í sneiðar, smyrjið annan helminginn af tortillunni með súkkulaðismjörinu og hinn með hnetusmjörinu. Magnið af hvoru fer eftir smekk hvers og eins.

3

Raðið bönunum og jarðarberjum á annan helminginn og lokið tortillunni með því að leggja hana saman í miðjunni og þá verður þetta eins og hálfmáni.

4

Bræðið vegan smjörið og penslið aðra hliðina með því og stráið kanilsykri yfir.

5

Raðið tortillunum á fat og farið með tortillurnar að grillinu. Leggið þær með smjör hliðina niður á heitar grindurnar og penslið hliðina sem snýr upp með smjörinu og stráið kanilsykri yfir. Grillið þar til tortillurnar fara að taka á sig góðan lit og snúið þá við.

6

Mér finnst gott að skera þær í tvennt og raða þeim á fat.
Berið fram með því sem ykkur finnst passa best.

Grillaðar eftirrétta tortillur með súkkulaðismjöri

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…