Vegan rjómapasta með pestó

  ,

október 5, 2020

Fljótlegt og einfalt Vegan rjómapasta með pestó

Hráefni

Olía

1/2 geiralaus hvítlaukur

1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel

1/2 askja Oatly hafrasmurostur (þessi blái)

3-4 dl oatly hafrarjómi

1/2 krukka grænt pestó frá Rapunzel (eða meira fyrir meira pestóbragð)

500 g spaghetti frá De Cecco

Grænar ólívur frá Rapunzel

Klettasalat

Salt

Leiðbeiningar

1Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, mæli með að setja smá olíu og salt í pottinn.

2Steikið smátt skorinn hvítlauk í smá olíu á pönnu í örskamma stund, rétt aðeins til að mýkja hann.

3Blandið hafrasmurosti, hafrarjóma, grænmetiskrafti og pestó útá pönnuna og leyfið að malla.

4Hellið vökvanum af spaghettíinu þegar það er tilbúið og blandið saman við sósuna.

5Berið fram með grænum ólívum og klettasalati og saltið eftir smekk.

Uppskrift frá Hildi Ómars

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Kjúklingur í rjómaostasósu með sveppum & estragon

Ljúffengur helgarmatur sem er fullkominn með góðu rauðvíni. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa réttinn og ég mæli með að þið prófið!

Tagliatelline með sveppum & kjúkling

Einföld og bragðgóð uppskrift, svona pasta réttur sem öllum finnst góður burt séð frá aldri. Ég hvet ykkur til að prófa.