fbpx

Tígrisrækjusalat með mangó og spæsí majó

Gómsætt og framandi salat með rækjum og nachos flögum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300 g Sælkerafiskur tígrisrækjur (1 pakkning)
 2 msk Caj P kryddlögur
 1-2 hvítlauksrif, pressuð
 Salt og pipar
 Salatblanda eftir smekk
 1-2 avókadó
 10 kokteiltómatar
 1 mangó
 Mission Nachos flögur eftir smekk
 Ferskt kóríander eftir smekk
 Filippo Berio ólífuolía
Spæsí majó
 3 msk Heinz majónes
 3 msk sýrður rjómi
 Salt og pipar
 Safi úr ½ sítrónu eða límónu
 2 msk Tabasco® Sriracha sósa

Leiðbeiningar

1

Blandið rækjunum saman við Caj P kryddlögin, pressuð hvítlauksrifin, salt og pipar.

2

Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær verða bleikar og eldaðar í gegn, það tekur nokkrar mínútur.

3

Skerið avókadó, kokteiltómata og mangó í smáa bita.

4

Útbúið sósuna, hrærið öllum hráefnunum saman í skál.

5

Setjið salatblönduna í botninn á skál og bætið því næst avókadó, kokteiltómötum og mangó saman við.

6

Myljið nachosflögur og stráið yfir. Dreifið að lokum rækjunum, sósunni og kóríander yfir.


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 300 g Sælkerafiskur tígrisrækjur (1 pakkning)
 2 msk Caj P kryddlögur
 1-2 hvítlauksrif, pressuð
 Salt og pipar
 Salatblanda eftir smekk
 1-2 avókadó
 10 kokteiltómatar
 1 mangó
 Mission Nachos flögur eftir smekk
 Ferskt kóríander eftir smekk
 Filippo Berio ólífuolía
Spæsí majó
 3 msk Heinz majónes
 3 msk sýrður rjómi
 Salt og pipar
 Safi úr ½ sítrónu eða límónu
 2 msk Tabasco® Sriracha sósa

Leiðbeiningar

1

Blandið rækjunum saman við Caj P kryddlögin, pressuð hvítlauksrifin, salt og pipar.

2

Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær verða bleikar og eldaðar í gegn, það tekur nokkrar mínútur.

3

Skerið avókadó, kokteiltómata og mangó í smáa bita.

4

Útbúið sósuna, hrærið öllum hráefnunum saman í skál.

5

Setjið salatblönduna í botninn á skál og bætið því næst avókadó, kokteiltómötum og mangó saman við.

6

Myljið nachosflögur og stráið yfir. Dreifið að lokum rækjunum, sósunni og kóríander yfir.

Tígrisrækjusalat með mangó og spæsí majó

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Mexíkóskt quinoa salatQuinoa er sennilega uppáhalds „kornið“ mitt. Tæknilegar séð er það reyndar ekki korn heldur fræ. Quinoa er glútenlaust, próteinríkt og…