Gómsætt og framandi salat með rækjum og nachos flögum.
Blandið rækjunum saman við Caj P kryddlögin, pressuð hvítlauksrifin, salt og pipar.
Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær verða bleikar og eldaðar í gegn, það tekur nokkrar mínútur.
Skerið avókadó, kokteiltómata og mangó í smáa bita.
Útbúið sósuna, hrærið öllum hráefnunum saman í skál.
Setjið salatblönduna í botninn á skál og bætið því næst avókadó, kokteiltómötum og mangó saman við.
Myljið nachosflögur og stráið yfir. Dreifið að lokum rækjunum, sósunni og kóríander yfir.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki