fullsizeoutput_9
fullsizeoutput_9

Thai chilí kjúklingapottréttur

    

október 10, 2017

Hinn fullkomni haustréttur.

Hráefni

900 g kjúklingur, t.d. kjúklingalæri frá Rose Poultry

3 msk sæt chilísósa

1/2 dl sojasósa, t.d. Blue dragon dark soy sauce

3/4 dl tómatsósa

3/4 dl púðusykur

2 msk hoisinsósa, t.d. Hoisin sauce frá Blue dragon

1 msk Filippo Berio ólífuolía

2 msk hvítvínsedik

3 hvítlauksrif, smátt söxuð

1 msk fersk engifer, fínrifið (má sleppa)

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklinginn í bita og setjið í pott.

2Blandið öllum hráefnunum saman í pott og hellið yfir kjúklinginn.

3Látið malla í um klukkustund eða þar til kjúklingurinn dettur auðveldlega í sundur.

4Berið fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

IMG_2189-1024x683

Kjúklingasalat með sætri chilísósu

Namm namm sögðu matargestir er þeir gæddu sér á þessu bragðgóða kjúklingasalati.

IMG_9992-1024x683

Pulled chicken

Flestir elska “pulled pork” en hér er uppskrift af “pulled chicken” sem þið ættuð að elska jafn mikið ef ekki enn meira.