fbpx

Tagliatelline með sveppum & kjúkling

Einföld og bragðgóð uppskrift, svona pasta réttur sem öllum finnst góður burt séð frá aldri. Ég hvet ykkur til að prófa.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700-800 g kjúklingur
 3 msk ólífuolía
 250 g sveppir
 3 hvítlauksrif
 1 tsk Oscar nautakraftur
 300 ml rjómi
 100 ml vatn
 1 tsk oreganó
 1 tsk basilika
 ½ timían
 Handfylli af ferskri steinselju
 salt og pipar
 300 g De Cecco tagilatelline pasta

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn í smáa bita og steikið á pönnu. Eldið kjúklinginn í 3-4 mín og setjið til hliðar.

2

Skerið niður sveppi og hvítlauk og steikið á pönnu ásamt olíu.

3

Steikið þangað til að sveppirnir eru orðnir brúnaðir, bætið þá útí nautakrafti, rjóma og vatni.

4

Kryddunum er síðan einnig bætt saman við og saltað og piprað eftir smekk.

5

Lækkið undir pönnunni og leyfið að malla á pönnunni meðan pastað er soðið.

6

Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp.

7

Setjið tagliatelline pasta út í vatnið og sjóðið í u.þ.b. 10 mín eða þangað til að það hefur náð réttri áferð.

8

Skolið vatnið að mestu frá pastanu með því að hella því í gegnum sigti.

9

Bætið pastanu saman við meðlætið á pönnunni og veltið saman við sósuna.

10

Gott er að bera fram með Parmesan osti, ferskri steinselju og hvítlauksbrauði.


Uppskrift frá Guðrúnu á Döðlur&Smjör

DeilaTístaVista

Hráefni

 700-800 g kjúklingur
 3 msk ólífuolía
 250 g sveppir
 3 hvítlauksrif
 1 tsk Oscar nautakraftur
 300 ml rjómi
 100 ml vatn
 1 tsk oreganó
 1 tsk basilika
 ½ timían
 Handfylli af ferskri steinselju
 salt og pipar
 300 g De Cecco tagilatelline pasta

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn í smáa bita og steikið á pönnu. Eldið kjúklinginn í 3-4 mín og setjið til hliðar.

2

Skerið niður sveppi og hvítlauk og steikið á pönnu ásamt olíu.

3

Steikið þangað til að sveppirnir eru orðnir brúnaðir, bætið þá útí nautakrafti, rjóma og vatni.

4

Kryddunum er síðan einnig bætt saman við og saltað og piprað eftir smekk.

5

Lækkið undir pönnunni og leyfið að malla á pönnunni meðan pastað er soðið.

6

Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp.

7

Setjið tagliatelline pasta út í vatnið og sjóðið í u.þ.b. 10 mín eða þangað til að það hefur náð réttri áferð.

8

Skolið vatnið að mestu frá pastanu með því að hella því í gegnum sigti.

9

Bætið pastanu saman við meðlætið á pönnunni og veltið saman við sósuna.

10

Gott er að bera fram með Parmesan osti, ferskri steinselju og hvítlauksbrauði.

Tagliatelline með sveppum & kjúkling

Aðrar spennandi uppskriftir