Spicy blómkáls taco með chilí mayo sósu

    

október 22, 2019

Girnilegt grænmetis taco.

  • Fyrir: 2-3

Hráefni

Blómkál

1 stórt blómkál eða 2 minni

2 msk extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio

1 tsk chilí mauk, minched hot chilí frá Blue dragon

6 tsk paprikuduft (mjög gott að nota reykt paprikukrydd)

3 tsk cumin (ath ekki kúmen)

1 límóna

salt og pipar

Chilí mayo

1 tsk chilí mauk, minched hot chilí frá Blue dragon

2 msk Heinz mayones

2 msk sýrður rjómi

1 hvítlauksrif

safi úr 1 límónu

salt og pipar

Annað

8 litlar tortillur

Mangó

ferskt kóríander

rauðlaukur

avacado

hvítkál

Leiðbeiningar

1Skerið blómkálið niður í litla bita. Setjið ólíu og kryddin saman í skál og blandið vel saman við blómkálið.

2Raðið blómkálinu á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 30 mínútur. Setjið á grill í nokkrar mínútur undir lokin til að blómkálið verði smá stökkt.

3Setjið öll hráefnin fyrir chilímayo saman í matvinnsluvél (eða notið töfrasprota) og maukið vel saman.

4Steikið tortillurnar á pönnu (mjög gott að steikja upp úr hvítlauksolíu) og skerið meðlætið niður.

5Setjið blómkál á tortillurnar, þá grænmetið, chilí mayo og að lokum kóríander.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Karamellukartöflur

Bestu karamellukartöflur sem til eru, ótrúlega einfalt að gera.

Marokkóskur kjúklingabaunaréttur

Bragðmikill grænmetisréttur með döðlum og Cayenne pipar.

Tómatsúpa

Þessi súpa er svo frábær því hún er ótrúlega bragðgóð, einföld og fljót í eldun, geymist vel og fer vel með budduna.