Print Options:








Spicy blómkáls taco með chilí mayo sósu

Magn1 skammtur

Girnilegt grænmetis taco.

Blómkál
 1 stórt blómkál eða 2 minni
 2 msk extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio
 1 tsk chilí mauk, minched hot chilí frá Blue dragon
 6 tsk paprikuduft (mjög gott að nota reykt paprikukrydd)
 3 tsk cumin (ath ekki kúmen)
 1 límóna
 salt og pipar
Chilí mayo
 1 tsk chilí mauk, minched hot chilí frá Blue dragon
 2 msk Heinz mayones
 2 msk sýrður rjómi
 1 hvítlauksrif
 safi úr 1 límónu
 salt og pipar
Annað
 8 litlar tortillur
 Mangó
 ferskt kóríander
 rauðlaukur
 avacado
 hvítkál
1

Skerið blómkálið niður í litla bita. Setjið ólíu og kryddin saman í skál og blandið vel saman við blómkálið.

2

Raðið blómkálinu á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 30 mínútur. Setjið á grill í nokkrar mínútur undir lokin til að blómkálið verði smá stökkt.

3

Setjið öll hráefnin fyrir chilímayo saman í matvinnsluvél (eða notið töfrasprota) og maukið vel saman.

4

Steikið tortillurnar á pönnu (mjög gott að steikja upp úr hvítlauksolíu) og skerið meðlætið niður.

5

Setjið blómkál á tortillurnar, þá grænmetið, chilí mayo og að lokum kóríander.

Nutrition Facts

Serving Size 2-3