DSC02290 (Large)
DSC02290 (Large)

Sætkartöflu kjúklingalasagna

  ,   

febrúar 2, 2017

Bragðmikið lasagna með sætum kartöflum og kjúkling.

Hráefni

1 pakki kjúklingabringur frá Rose Poultry

1 sæt kartafla, stór

400 gr Philadelphia rjómaostur með graslauk

1 krukka Rapunzel sólþurrkaðir tómatar

1 rauðlaukur

1 búnt grænn aspas

1 Parmareggio parmesanostur 150 gr

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Kljúfið kjúklingabringurnar í tvennt og skerið sætkartöfluna mjög þunnt.

2Skerið rauðlaukinn smátt og sólþurrrkaða tómata í strimla, blandið saman.

3Hitið ofninn í 180 gráður.

4Hrærið upp rjómaostinn, smyrjið helmingnum í botninn, raðið sætum kartöflum og kjúklingabringum ofna á og kryddið með salti og pipar. Hellið tómat- og rauðlauksblöndu yfir og raðið svo aftur sætum kartöflum, kjúklingabringum og rjómaosti og kryddið með salti og pipar. Raðið aspas yfir og rífið parmesan ost yfir það.

5Bakað í ofni við 180 gráður í ca. 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05923

Beikon kjúklingabringur

Kjúklingaréttur með chili-rjómasósu og beikoni.

DSC05964

Kjúklingabringa í Parmaskinku

Ítölsk sælkera kjúklingabringa.

DSC05969

Butter Chicken

Æðislegur og einfaldur Butter Chicken.