Ritz þorskhnakki með pönnusteiktu smælki

  ,   

mars 31, 2020

Sælkerafiskur í raspi.

Hráefni

Þorskur

1 kg þorskhnakki

4 msk Filippo Berio ólífuolía

2 tsk Blue Dragon Minced Garlic hvítlauksmauk

salt og pipar

100 g smjör

2 bollar Ritz kex, mulið

1 bolli Parmareggio parmesanostur, rifinn

1 búnt steinselja

4 msk Heinz majónes

PÖNNUSTEIKTAR KARTÖFLUR

litlar kartöflur, soðnar

2 msk Filippo Berio ólífuolía

2 msk smjör

salt og pipar

1 búnt grænkál

Leiðbeiningar

1Veltið þorskinum upp úr ólífuolíu og hvítlauksmaukinu. Leggið þorskinn á bökunarpappír og kryddið með salti og pipar.

2Setjið smjörið í litlum bitum yfir fiskinn og stráið muldu Ritz kexinu yfir.

3Bakið við 180°C í 20 mínútur.

4Rífið parmesanost og steinselju yfir fiskinn áður en hann er borinn fram.

PÖNNUSTEIKTAR KARTÖFLUR

1Steikið kartöflurnar upp úr olíu og smjöri, bætið grænkálinu út á pönnuna og kryddið með salti og pipar.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!