Ritz þorskhnakki með pönnusteiktu smælki

  ,   

mars 31, 2020

Sælkerafiskur í raspi.

Hráefni

Þorskur

1 kg þorskhnakki

4 msk Filippo Berio ólífuolía

2 tsk Blue Dragon Minced Garlic hvítlauksmauk

salt og pipar

100 g smjör

2 bollar Ritz kex, mulið

1 bolli Parmareggio parmesanostur, rifinn

1 búnt steinselja

4 msk Heinz majónes

PÖNNUSTEIKTAR KARTÖFLUR

litlar kartöflur, soðnar

2 msk Filippo Berio ólífuolía

2 msk smjör

salt og pipar

1 búnt grænkál

Leiðbeiningar

1Veltið þorskinum upp úr ólífuolíu og hvítlauksmaukinu. Leggið þorskinn á bökunarpappír og kryddið með salti og pipar.

2Setjið smjörið í litlum bitum yfir fiskinn og stráið muldu Ritz kexinu yfir.

3Bakið við 180°C í 20 mínútur.

4Rífið parmesanost og steinselju yfir fiskinn áður en hann er borinn fram.

PÖNNUSTEIKTAR KARTÖFLUR

1Steikið kartöflurnar upp úr olíu og smjöri, bætið grænkálinu út á pönnuna og kryddið með salti og pipar.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bleikja með Philadelphia rjómaosti og Eat Real krönsi

Einföld bleikja með rjómaosti og krösti, bakað í ofni.

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Dýrðlegt fiski Tacos með Habanero sósu

Þetta er afar auðveld uppskrift, það þarf einungis að steikja fiskinn sem er velt upp úr blöndu af panko raspi og parmesan og guð hvað það er gott.